Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Blaðsíða 227
Um vísiorð í íslensku og viðskeytið -na
225
ur hugað að vísiorðum á -na sérstaklega og hinni sögulega þróun.
Lyons (1977:637) gefur bendivísun eftirfarandi skilgreiningu: ,,By
deixis is meant the location and identification of persons, objects,
events, processes and activities being talked about, or referred to,
in relation to the spatiotemporal context created and sustained by the
act of utterance and the participation in it, typically, of a single speak-
er and at least one addressee." Miðað við slíka skilgreiningu rúmar
bendivísun þætti sem ekki snerta þau vísiorð sem hér eru til umræðu
og verður því ekki gefinn sérstakur gaumur hér. Það á sérstaklega
við um það sem nefna má persónubundna (personal) og félagsbundna
(social) bendivísun, þá vísun sem á við sjálfa aðila tjáskiptanna. Það
er sú vísun sem á við Stað og tíma og hið mállega samhengi sem athygl-
in beinist að í þessu sambandi.
2.1.1 Staðar- og tímavísun
Viðmiðun þeirrar bendivísunar sem á við vettvang og tíma tjáning-
arinnar beinist að mælandanum hverju sinni. Þetta kemur skýrt fram
í vísiorðum eins og þessi, hérna, hér, þar sem vísunin beinist að þeim
stað sem mælandinn er staddur á við tjáskiptin. Með vísiorðunum nú,
núna er látin í ljós hliðstæð vísun miðað við þann tíma sem tjáskiptin
fara fram á. Þótt þannig megi greina á milli staðarvísunar og tímavís-
unar er mikilvægt að gera sér grein fyrir að viðmiðun þeirra fellur
á vissan hátt saman, og rök eru fyrir því að líta á staðarvísun sem
undirstöðu bendivísunar andspænis tímavísun sem hafi afleitt gildi
(sbr. Lyons 1977: 668-670). í því sambandi er athyglisvert að í íslensku
geta höfuðvísiorð staðarvísunar, þessi, þarna, hér, hérna, einnig látið
í ljós tímavísun (í setningum eins og: Skipið kemur til landsins í þessari
viku; Þegar drottningin var á íslandi hérlhérnalþarna um árið . . .).
Höfuðorð tímavísunar, nú og núna, eru hins vegar ekki á sama hátt
yfirfæranleg á staðarvísun. En að því er varðar afmörkun vísunarinnar,
mismunandi nálægðarafstöðu sem hægt er að láta í ljós til þeirrar stöðu
sem mælandinn hefur, eru staðar- og tímavísun lítt sambærilegar. Við
staðarvísun í íslensku er hægt að láta í ljós tvíliða aðgreiningu sem
gerir grein fyrir mismunandi nálægð við vettvang tjáskiptanna (tjá-
stað). Slík aðgreining kemur fram í vísiorðunum hér, hérna andspænis
þarna og á hliðstæðan hátt í þessi hérna andspænis þessi þarna. í
sumum tungumálum er hægt að láta í ljós þríliða eða jafnvel fjórliða
fjarlægðaraðgreiningu af þessu tagi (sbr. Frei 1944; Fillmore 1975:42;
íslenskt mál IV 15