Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Blaðsíða 201
Um lýsingarhátt nútíðar 199
Við höfum nú séð að notkun orðskipunarinnar vera + Ih. nt. er
tiltölulega skýr þegar í hlut eiga ástands- og byrjunarsagnir. Ástands-
og byrjunarsagnir eru hins vegar aðeins tveir tiltölulega Iitlir undir-
flokkar áhrifslausra sagna sem afmarka má merkingarlega og setninga-
fræðilega eins og reynt var að gera hér að framan. Flestar áhrifslausar
sagnir fela hins vegar í sér verknað eða breytingu á ástandi, t. d. sagn-
hnarfara, koma, flýja og lenda, svo að dæmi séu tekin. Til aðgreining-
ar frá ástands- og breytingarsögnum verða slíkar sagnir hér kallaðar
verknaðarsagnir (sjá nmgr. 11). Nú liggur beint við að athuga hvernig
slíkar sagnir eru notaðar með tilliti til dvalarhorfs og orðaskipunarinn-
ar vera + lh. nt.:
(8)a Hann er að fara, koma, flýja, lenda . . .
b *Hann erfarandi, komandi,flýjandi, lendandi. . .
Af dæmi (8) má sjá að verknaðarsagnir hegða sér líkt og byrjunar-
sagnir að því leyti að þær er einungis unnt að nota í dvalarhorfi en
ekki í orðskipuninni vera + lh. nt.
Niðurstaða framanritaðs verður því sú að einungis Ih. nt. af áhrifs-
lausum ástandssögnum sé notaður með vera, af öðrum áhrifslausum
sögnum er hins vegar notað dyalarhorf í svipaðri merkingu.
2.1.2
Hér að framan hefur verið sýnt að notkun lh. nt. er til þess fallin
að aðgreina áhrifslausar ástandssagnir frá öðrum áhrifslausum sögn-
um, þar sem orðskipunin vera + lh. nt. er aðeins notuð af þeim
fyrrnefndu. Ef athuguð er notkun orðskipunarinnar vera + lh. þt. af
þessum sömu sögnum kemur þessi munur enn betur í ljós. Áður en
dæmi þessa verða tilgreind er nauðsynlegt að taka fram að flestar
áhrifslausar sagnir mynda einungis lh. þt. í hk. et. (fitnað, brotnað),
en þó allmargar einnig í öllum kynjum (komin(n), sofnaður, lent-
(ur)). Ahrifslausum sögnum verður því að skipta í tvo flokka eftir
því hvort þær mynda lh. þt. í öllum kynjum eða einungis í hk. et.,
en hér verður einungis fjallað um þær fyrrnefndu. Sem dæmi um notk-
un vera + lh. þt. og vera + lh. nt. af áhrifslausum sögnum skal litið
á eftirfarandi setningar:
(9)a Hann er sofandi (10)a *Hann er sofnandi/farandi . . .
b *Hann er sofinn b Hann er sofnaður/farinn . . .