Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Blaðsíða 239
Um vísiorð í íslensku og viðskeytið -na 237
En þarna og hérna láta ekki aðeins í ljós eiginlega bendivísun, heldur
er einnig að finna dæmi um óeiginlega bendivísun þar sem nálægðaraf-
mörkunin er yfirfærð á hinar mállegu aðstæður eða vísað er til samvit-
undar mælandans og viðmælanda hans (dæmi (35), (39) og (42)).
Enda þótt fram komi skýr bendivísun í orðunum hérna og þarna
er ekki þar með sagt að einangra megi það hlutverk í viðskeytinu
-na né heldur að hlutverk viðskeytisins sé einskorðað við bendivísun
í eldra máh. I öðrum dæmum kemur ekki til greina að um sé að ræða
bendivísun. Það á fyrst og fremst við um þau dæmi þar sem -na kemur
fyrir með fornafnsmynd 3. persónu (áfast eða laust frá fornafninu),
þ. e. dæmi (49), (51), (55), (56) og (57). Ekki verður heldur séð að
hlutverk svána sé sérstaklega tengt bendivísun. Þótt hægt sé að túlka
sum dæmin (dæmi (46) og (48)) á þann veg, virðist -na fjarri því að
gegna aðgreinandi hlutverki bendivísunar sé litið á dæmin um svána
í heild. Meginatriðið er það að dæmin sem tiltæk eru úr fornmáli sýna
skýrt að viðskeytið -na getur komið fyrir með vísiorðum almennt án
þess að valda breytingu á sjálfri vísuninni. Ut frá þeim dæmum sem
fyrir Iiggja verður ekki komist nær almennri skilgreiningu á hlutverki
viðskeytisins í fornmáli en svo að um sé að ræða eins konar huglægt
áhersluhlutverk með vísiorðum. Ljóst er þó að hið merkingargreinandi
vísihlutverk sem einkennir nútímamál er tekið að mótast í fornmáli.
Annars vegar kemur áherslugildi -na fram sem skerpt bendivísun með
þeim vísiorðum sem bundin eru bendivísun sérstaklega (í myndunum
hérna og núnd). Hins vegar má sjá upphaf þeirrar þróunar að -na
fái aðgreinandi vísihlutverk fyrir bendivísun gagnvart stofnmynd með
endurvísun. Þetta á við um myndina þarna andspænis stofnmyndinni
þar. En þess sjást vart merki að -na hafi á sama hátt aðgreinandi
hlutverk í myndinni svána andspænis svá. Þegár sú aðgreining fer að
segja til sín hefur hún í för með sér víðtækar merkingarbreytingar
á vísiorðum í íslensku.
4. Aðgreining bendivísunar og endurvísunar með -na
4.1 Aðgreining bendivísunar og endurvísunar með sjá (þessi) og sá
ífornmáli
Þegar í elstu íslensku er um að ræða vísiorð sem hefur sterk
einkenni bendivísunar andspænis setningarlega hliðstæðu vísiorði sem
tengt er endurvísun. Hér er um að ræða ábendingarfornafnið sjá