Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 191

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 191
Ritdómar 189 kostað er að finna skýringarorð sem fellur beint að vísun og merkingu uppflettiorðsins. Þegar skýringamar eru á sama máli og uppflettiorðin (skýringaoröabók) er þessu á ann- an veg háttað. Þar krefst gerð skýringagreina miklu fremur nákvæmra útskýringa og ekki síður innbyrðis samkvæmni í meðferð þess orðaforða sem beitt er í skýringunum.1 Þessi munur setur mark sitt á alla efnisskipan, sundurliðun orðbátkanna, merkingaskil o.þ.h. Mismunur þessara tveggja gerða markast einnig af því að þær höfða að talsvert miklu leyti til ólíkra lesenda eða notenda. Við gerð þýðingaorðabóka er tekið verulegt tillit til lesenda sem hafa takmarkað vald á uppflettimálinu en valda þýðingamálinu þeim mun betur eða hafa það beinlínis að móðurmáli. Gera verður ráð fyrir að þessi munur geti m.a. stuðlað að mismunandi vali á uppflettiorðum auk þess sem hann hefur mótandi áhrif á gerð skýringanna. Þótt íslenskir menn hafi á sínum tíma átt mestan þátt í gerð OSBl og þeir hafi haft skilning á notagildi hennar fyrir íslenska lesendur fer ekki hjá þvi að hún höfðar beint og óbeint til danskra lesenda og annarra þeirra sem vald hafa á dönsku. Og einkenni þýðingaorðabókar birtast þar í ýmsum atriðum. Skýrast koma þau fram í þeirri höfuðáherslu sem lögð er á merkingarþáttinn og hina merking- arlegu sundurliðun í orðalýsingunni umfram greiningu sem tekur til málkerfislegra þátta í íslensku svo sem setningarlegra einkenna. En þau sjást einnig i því að leitast er við að koma skýringum til skila í sem knappastri mynd, helst með samræðum þýðing- arorðum án frekari merkingarlýsingar eða umsagnar um það hugtak eða fyrirbæri sem vísun uppflettiorðsins beinist að. Þannig er eðlilegt að meira kveði að fjölda uppfletti- orðanna en fyrirferð þeirra hvers um sig. Þegar OM var samin með OSBl sem fyrir- mynd voru öll þessi einkenni þýðingaorðabókar þegin í arf og gerð að megineinkennum alíslenskrar skýringaorðabókar. Þetta verður að hafa i huga þegar einkenni OM eru metin og staðið er frammi fyrir einstökum ágöllum á bókinni. Þegar um er að ræða alhliða skýringaorðabækur um lifandi tungumál á borð við OM er mikils um vert að byggt sé á traustum og Ijölbreytilegum efniviði þar sem einkenni orðanna koma fram. Nauðsynlegt er að geta gengið að beinum notkunardæmum og öðrum heimildum um orðanotkunina til þess að lýsingin fái áþreifanlega viðmiðun, og gagnlegt er að birta notkunardæmi i einhverjum mæli svo að lesandi eigi hægara með að átta sig á hegðan orðanna. í OM er þessi þáttur ekki eins gildur og notadrjúgur og vera ætti, og á það jafnt við um 1. og 2. útgáfu. Að vísu er talsvert af orðasamböndum, örstuttum setningum og setningabrotum víða að finna í skýringagreinum, og sums stað- ar er þessu efni ætlað veigamikið hlutverk í orðalýsingunni. Skv. formála OM-1 eru notkunardæmin „öll gerð eftir skrásettum dæmum úr bókmenntum eða daglegu tali, þótt þau hafi verið stytt eins og unnt var“. En sú ríka áhersla sem lögð er á að hafa notkunardæmin sem styst leiðir til þess að dæmin verða næsta sviplaus og bera sjaldan með sér hvaðan þau eru fengin enda er þess ekki getið. Reyndar leiðir samanburður í ljós að mörg dæmin eru fengin úr OSBl eða sniðin eftir dæmum þaðan, og er fyrirferð þeirra dæma óneitanlega víða á kostnað lýsandi dæma um málnotkun samtímans. Þá er ekki sérstaklega hirt um að gera greinarmun á tilbúnum eða raunsönnum dæmum um 1 Á erlendum málum er greint á milli bilingual („tveggja mála“) og monolingual („eins máls“) orðabóka, en hér eru valin heitin þýöingaoröabók og skýringaorðabók með frekari vísun til eðlismunar þessara tveggja gerða (sjá m.a. Zgusta 1971:222 —344, sbr. einnig Jón Hilmar Jónsson 1985).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.