Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 195

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 195
Ritdómar 193 orðafari eins og auðvelt er að sjá með því að bera samsetningarunur saman við OM-1, en ekki ber minna á margvíslegu staðbundnu orðafari, þ.á m. nýjum afbrigðum af þeim orðum sem fyrir voru í OM-1. Þá hefur nokkuð bæst við af fornmálsorðum, jafnt úr bundnu sem óbundnu máli. Hægt er að gera sér nokkra grein fyrir þeirri stefnu sem fylgt er í þessu efni með því að athuga þann orðaforða sem fram kemur aftast í OM-2 undir fyrirsögninni „Viðaukar og leiðréttingar". Eins og getið var í upphafi eru helstu nýmæli OM-2 þau að mannanöfn hafa verið tekin upp í bókina og miklu bætt við af öðrum sémöfnum, svo sem nöfnum landa og borga, svo og íbúaheitum. Svo er að sjá sem velflest íslensk mannanöfn séu nefnd, en þar segir orðgerðin einnig til sín svo að margra samsettra nafna er aðeins getið í skýring- um við fyrri lið nafnsins og skyld nöfn eru færð undir sama orðbálk. Það skýtur vissu- lega skökku við heildarsvipmót OM að blanda mannanöfnum í orðaforða bókarinnar. Sémöfn hafa ekki til að bera eiginlega merkingu á sama hátt og hinn almenni nafnorða- forði málsins í þeim skilningi að þau vísi til ákveðinna einkenna eða eiginleika þess sem um ræðir.2 Þau er ekki hægt að skýra með venjulegum orðabókarhætti, svo sem með samheitum, heldur beinast skýringarnar að því að glöggva sig á uppruna stofnsins eða stofnanna í nafninu og reyna eftir atvikum að ljá nafninu eins konar tákngildi (sbr. lýsingu OM-2 á nöfnum eins og Ragnar (,,‘voldugur hermaður’ eða ‘hermaður guð- anna, goðmagnaður hermaður’") og Erna („‘örn’ eða ‘em, hress’“). Þannig verða nafnaskýringamar allt annars eðlis en aðrar skýringar bókarinnar. En víst er um það að marga fýsir að átta sig á gerð og helst merkingu mannanafna, og því er freistandi að veita þeim aðgang að almennri orðabók. Erlendum staða- og íbúaheitum og lýsingar- orðum sem af þeim eru dregin hefur Qölgað að miklum mun frá því sem er í OM-1. Birting þessara orða miðar greinilega oft að því að halda á lofti og festa í sessi íslensk heiti og íslenska orðmyndun. Sums staðar er islenskun heita aðeins í því fólgin að að- laga ritháttinn íslenskum reglum, sbr. Tœland og Tœvan. Annars staðar eru erlend orð sveigð að íslenskri orðmyndun eða felld að íslenskum beygingarflokkum: Kórei („mað- ur i eða frá Kóreu“), kóreskur („kórverskur, sem er í eða frá Kóreu“). En mikið ber einnig á ýmsum gömlum og úreltum heitum sem fyrst og fremst hafa orðsögulegt gildi: Amsturdammur, Dúnú, Duná (þ.e. Dóná); Rúmaborg, Sínland (þ.e. Kína), Bolgara- land (þ.e. Búlgaría), Sveitsaraland, Boslaraborg (þ.e. Basel), Salernisborg (þ.e. Sal- erno), Stóðgarður (þ.e. Sluttgart). í heild ber meira á slíkum orðafróðleik en skipulegri íslenskun erlendra staðaheita út frá hagnýtu eða málpólitísku sjónarmiði. 3. Allmikið af merkjum eða táknum er notað í OM til leiðbeiningar um hlutverk eða gildi orðanna. Sum þessara tákna eiga að vera lýsandi myndtákn um það svið sem við- komandi orð er bundið (t.d. flugvélarlaga tákn um flugmál, húslaga tákn um byggingar- list o.s.frv.), önnureru staftákn (t.d. ® um dýrafræði,(S)um sálfræði o.s.frv.). Hérskal ekki lagt allsherjarmat á gildi slíkra tákna, en nokkur hætta er á að þau séu ekki öll eins auðveldlega gagnsæ og ætlast er til, og kæmi vel til álita að nota heldur ótvíræðar stytt- ingarmyndir (t.d. dýrafr., sálfr., byggl., flugm. o.s.frv.). Þá er ekki því að neita að sum 2 Um merkingarlega sérstöðu nafna sjá m.a. Lyons 1977:219—222 og Ullmann 1970:71-79.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.