Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Page 203
Ritdómar
201
brigði fyrir samheiti að styðjast við. So. mynda greinist í 4 liði þar sem fyrsti liðurinn er
sýnilega gildastur og gerir grein fyrir höfuðmerkingu sagnarinnar. Til merkingarskýr-
ingar eru þar hafðar 5 sagnir: „búa til, laga, móta, semja, setja saman". Slík skýring er
fremur til þess fallin að tæta merkingu sagnarinnar í sundur en binda hana saman, og
notkunardæmin og orðasamböndin sem á eftir fara bæta lítið úr skák. Líklegt er að les-
anda varði einmitt um það hvernig so. mynda greinist frá sögnum eins og búa til, móta
og semja. Verstum árangri skila þó samheitarunurnar þegar engra góðra samheita er
völ þannig að ekkert þeirra skilar því sem til er ætlast. Skýringin á lo. hagnýtur er á
þessa leið: „hagkvæmur, hentugur, raunhæfur, verklegur; kennsla í hagnýtri íslensku,
hagnýt sálarfræði". Þótt tengsl séu með orðunum hagnýtur og hagkmmur eru þau alls
ekki sömu merkingar, og takmarkað hald er í orðinu hentugur sem skýringarorði. Þegar
komið er að þriðja orðinu (raunhœfur) er sýnilega verið að reyna að ná tökum á öðru
merkingarblæbrigði en tvö fyrstu orðin lúta að þótt það sé ekki sérstaklega gefið til
kynna. Vandséð er að orðin hagnýtur og raunhœfur standist á án frekara samhengis og
útskýringa. Líkt er ástatt með tengslin við verklegur. Vissir sameiginlegir þættir geta
verið með merkingu þess og orðsins hagnýtur sem hægt væri að skýra m.a. með notk-
unardæmum, en það er ófullnægjandi og villandi sem skýringarorð eitt sér. Þar að auki
hefur það þrjár aðgreindar merkingar skv. OM, og lesandinn er látinn um að meta við
hvaða merkingu orðsins hér er átt. Hin stuttaralegu notkunardæmi auka naumast skiln-
inginn á merkingunni, en svo er að sjá sem þau eigi við síðasta skýringarorðið.
Talsvert mikið er um það að beitt sé skýringarorðum sem ekki koma fram sem upp-
flettiorð í bókinni. Stundum er þá um að ræða orð sem ætla má að fallið hafi niður af
vangá, orð eins og aukaspyrna sem aðeins kemur fyrir sem skýringarorð við fríspark og
dyrafaldur sem haft er til skýringar á geretti. I öðrum tilvikum orkar meir tvímælis
hvort skýringarorðið á rétt á sér sem uppflettiorð: „algilda" um so. alhœfa, „viðskurð-
ur“ um no. álegg, „fiskstappa" um no. plokkfiskur, „slitgúmm" um no. barði, „bolla-
þurrka" og „diskaþurrka" um no. viskustykki. En ekki er hægt að láta nýmyndun orða
leika lausum hala í skýringum án þess að nýyrðin séu kynnt sem uppflettiorð. Við
gervitungl er fyrsta skýringarorðið „tynglingur", sem út af fyrir sig getur verið ástæða til
að nefna en ætti þá einnig að koma fram sem uppflettiorð. Þegar um er að ræða orð sem
lúta að fræðilegum eða tæknilegum fyrirbærum og krefjast að einhverju marki alfræði-
legrar skýringar getur illa farið ef skýringar eru aðeins á þennan veg. I OM er sérstök
hætta á ferðum þegar orðin eru jafnframt tökuorð sem ástæða þykir til að vara lesendur
við að nota. Skýrt dæmi um þetta er orðið stereó. Þar er skýringin aðeins fólgin í tveim-
ur samheitum: „fjölrása, víðóma“. Bæði skýringarorðin eru lesandanum mikiu ókunn-
uglegri en uppflettiorðið, og ætli hann sér að athuga merkingu þeirra í OM er ekkert að
finna fyrr en komið er að viðaukum og leiðréttingum aftast í bókinni. Þar er orðið fjó'l-
rása skýrt stuttlega, en jafnframt vísað til eins samheitisins enn, tvírása. Orðið tvirása
er einnig tilgreint þar sem uppflettiorð, og við það er loks að finna bærilega skýringu á
fyrirbærinu. Meginmarkmiðið er sem sagt ekki það að skýra hugtakið sem býr að baki
orðinu, heldur miklu fremur að kynna ný orð sem menn gætu tamið sér að nota í stað
uppflettiorðsins. Nú er ekki svo að skilja að það geti ekki verið hlutverk bókarinnar að
kynna ný orð sem jafnvel gætu leyst önnur óæskilegri af hólmi. En varast verður að
skilja slík orð eftir í lausu lofti. Ein leið til úrbóta væri að auðkenna ferskustu og minnst
þekktu nýyrðin sérstaklega og gefa jafnframt til kynna að þau sé ekki að finna sem upp-