Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Blaðsíða 203

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Blaðsíða 203
Ritdómar 201 brigði fyrir samheiti að styðjast við. So. mynda greinist í 4 liði þar sem fyrsti liðurinn er sýnilega gildastur og gerir grein fyrir höfuðmerkingu sagnarinnar. Til merkingarskýr- ingar eru þar hafðar 5 sagnir: „búa til, laga, móta, semja, setja saman". Slík skýring er fremur til þess fallin að tæta merkingu sagnarinnar í sundur en binda hana saman, og notkunardæmin og orðasamböndin sem á eftir fara bæta lítið úr skák. Líklegt er að les- anda varði einmitt um það hvernig so. mynda greinist frá sögnum eins og búa til, móta og semja. Verstum árangri skila þó samheitarunurnar þegar engra góðra samheita er völ þannig að ekkert þeirra skilar því sem til er ætlast. Skýringin á lo. hagnýtur er á þessa leið: „hagkvæmur, hentugur, raunhæfur, verklegur; kennsla í hagnýtri íslensku, hagnýt sálarfræði". Þótt tengsl séu með orðunum hagnýtur og hagkmmur eru þau alls ekki sömu merkingar, og takmarkað hald er í orðinu hentugur sem skýringarorði. Þegar komið er að þriðja orðinu (raunhœfur) er sýnilega verið að reyna að ná tökum á öðru merkingarblæbrigði en tvö fyrstu orðin lúta að þótt það sé ekki sérstaklega gefið til kynna. Vandséð er að orðin hagnýtur og raunhœfur standist á án frekara samhengis og útskýringa. Líkt er ástatt með tengslin við verklegur. Vissir sameiginlegir þættir geta verið með merkingu þess og orðsins hagnýtur sem hægt væri að skýra m.a. með notk- unardæmum, en það er ófullnægjandi og villandi sem skýringarorð eitt sér. Þar að auki hefur það þrjár aðgreindar merkingar skv. OM, og lesandinn er látinn um að meta við hvaða merkingu orðsins hér er átt. Hin stuttaralegu notkunardæmi auka naumast skiln- inginn á merkingunni, en svo er að sjá sem þau eigi við síðasta skýringarorðið. Talsvert mikið er um það að beitt sé skýringarorðum sem ekki koma fram sem upp- flettiorð í bókinni. Stundum er þá um að ræða orð sem ætla má að fallið hafi niður af vangá, orð eins og aukaspyrna sem aðeins kemur fyrir sem skýringarorð við fríspark og dyrafaldur sem haft er til skýringar á geretti. I öðrum tilvikum orkar meir tvímælis hvort skýringarorðið á rétt á sér sem uppflettiorð: „algilda" um so. alhœfa, „viðskurð- ur“ um no. álegg, „fiskstappa" um no. plokkfiskur, „slitgúmm" um no. barði, „bolla- þurrka" og „diskaþurrka" um no. viskustykki. En ekki er hægt að láta nýmyndun orða leika lausum hala í skýringum án þess að nýyrðin séu kynnt sem uppflettiorð. Við gervitungl er fyrsta skýringarorðið „tynglingur", sem út af fyrir sig getur verið ástæða til að nefna en ætti þá einnig að koma fram sem uppflettiorð. Þegar um er að ræða orð sem lúta að fræðilegum eða tæknilegum fyrirbærum og krefjast að einhverju marki alfræði- legrar skýringar getur illa farið ef skýringar eru aðeins á þennan veg. I OM er sérstök hætta á ferðum þegar orðin eru jafnframt tökuorð sem ástæða þykir til að vara lesendur við að nota. Skýrt dæmi um þetta er orðið stereó. Þar er skýringin aðeins fólgin í tveim- ur samheitum: „fjölrása, víðóma“. Bæði skýringarorðin eru lesandanum mikiu ókunn- uglegri en uppflettiorðið, og ætli hann sér að athuga merkingu þeirra í OM er ekkert að finna fyrr en komið er að viðaukum og leiðréttingum aftast í bókinni. Þar er orðið fjó'l- rása skýrt stuttlega, en jafnframt vísað til eins samheitisins enn, tvírása. Orðið tvirása er einnig tilgreint þar sem uppflettiorð, og við það er loks að finna bærilega skýringu á fyrirbærinu. Meginmarkmiðið er sem sagt ekki það að skýra hugtakið sem býr að baki orðinu, heldur miklu fremur að kynna ný orð sem menn gætu tamið sér að nota í stað uppflettiorðsins. Nú er ekki svo að skilja að það geti ekki verið hlutverk bókarinnar að kynna ný orð sem jafnvel gætu leyst önnur óæskilegri af hólmi. En varast verður að skilja slík orð eftir í lausu lofti. Ein leið til úrbóta væri að auðkenna ferskustu og minnst þekktu nýyrðin sérstaklega og gefa jafnframt til kynna að þau sé ekki að finna sem upp-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.