Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Blaðsíða 17
Nöfn Norð-Mýlinga 1703-1845 15
stórlega í aukana (Jónas Finnbogason 1966, Sigríður Sigurjónsdóttir
1986).
Lísibet er aukagrein af Elísabet sem komið er úr hebresku og erfitt
að þýða. Það er dregið af hebr. el(í) sem merkir ‘guð’, sbr. Elías og
Mikael. Norðmönnum þótti Elísabet heldur framandi þegar Haraldur
harðráði Sigurðarson sótti sér konu með því nafni austur í Kænugarð
og breyttu nafninu í Ellisif (með löngu rödduðu /-i) og þykir mörgum
það ólíkt fegurra. Ellisifjar voru reyndar fimm á íslandi 1801 (í Ámes-
og Borgarfjarðarsýslum) en Elísabetar orðnar 89. Lísibet (Lísbet) var
hins vegar afar fátítt, en ekki svo mjög um okkar daga.
María var hvergi til á landinu 1703 en var nú sem óðast að nema
land og hafði þegar náð mikilli útbreiðslu í sumum sýslum, t.d. Eyja-
fjarðarsýslu (Gísli Jónsson 1989b).9 María er ættað úr hebresku og
kemur fyrst fyrir í gerðinni Miriam (WED).10 Maríur voru þrjár í
Norður-Múlasýslu 1801, en 104 á landinu öllu. Árið 1855 em Maríur
á landinu 384, 911 árið 1910, og er nafnið þá í 11. sæti kvennanafna
(2,1%). f þjóðskrá 1982 em Maríur 3028 (nr. 7). 72 meyjar vom
skírðar María árið 1960, 97 árið 1982 og 87 árið 1985, og er nafhið
í fyrsta sæti tvö síðasttöldu árin.
Marín er annaðhvort ein af mörgum aukagerðum nafnsins María
eða, og ég held miklu fremur, dregið af lat. marinus ‘sem við kemur
hafinu’, af mare. Marin, og þó fremur Marina, var algengt nafn í
Skandinavíu á miðöldum, enda hét svo helg mær, píslarvottur frá Al-
exandríu (ODS). Erfitt hefur reynst að halda sundur gerðunum Marín,
Marína og Maren. Ef við tökum þetta allt sem eitt nafn er það hreint
ekki fátítt á okkar dögum og hvorki fleiri né færri en 35 konur á
íslandi hétu Marín 1801.
Naómí er hebreskt og er biblíunafn, talið merkja ‘hamingja mín’.
9 1703 hétu á hinn bóginn fjórar konur Marío eða Marjo (Ólafur Lárusson 1960:4).
10 í OÐN segir um merkingu nafnsins: „probably „wished-for child“, less proba-
bly „rebellion““. En Jón Hilmar Magnússon ritstjóri á Akureyri, sem lærður er á
klassískar fomtungur, segir mér um Maríu (eða Miriam): „Orðstofninn mar-, mer-,
mir-, merkir kvöl, sársauki og einnig kraftur og styrkur“. Þykir mér hans sögn ekki
ótrúlegri (sjá og WED).