Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Blaðsíða 151
Orð af orði
149
°g Sigfús M. Johnsen (1928:96) tekur þetta sérstaklega fram: Öndrur,
flk kvk., ganga á öndrum, allt af notað hér um að ganga á „stultum“.
Tveir heimildarmenn úr Breiðdal nefna orðið öndrur í nokkuð ann-
merkingu en hér hefur verið rakið. Annar þeirra segir að þar
eystra hafi orðið öndrur verið notað í niðrandi merkingu um léleg
skíði en hinn segist muna að fyrir áratugum hafi hann stundum heyrt
að óvenju stórir skór hafi verið kallaðir öndrur.
Orðið öndrur á sér að líkindum rætur í fommálsorðmyndunum
andri, andr, ondurr (ondr) sem merkja ‘skíði’ en ekki eru tök á
að gera frekari grein fyrir því að svo stöddu. ‘Skíða’-merkingunni
bregður fyrir á síðari tímum, frá 18. öld og fram á þessa, en ekki
verður nú úr því skorið hvort þeir, sem nota orðið í þessari merkingu,
eru þar með að taka til lærdóms síns í fomum fræðum eða hvort orðið
hefur lifað í þeirri merkingu fram á þessa öld. Ekki verður heldur vitað
með vissu hversu gömul ‘stultu’-merkingin er í orðmyndinni öndrur.
Hennar er fyrst getið í áðumefndu riti Ólafs Davíðssonar og er sú
heimild frá 19. öld.
Einnig er líklegt að öndrur í merkingunni ‘stultur, léleg skíði,
ðvenju stórir skór’ sé sama orðið og „öndrum“ í orðasamböndunum
Vera í öndrum með e-ð, standa á öndrum/öndrunum) Mér virðist að
ummæli sem höfð vom eftir Vestmannaeyingi hér að framan styðji
Þetta: Það sem er á öndrum er valt, við það að detta, einhver er í
°ndrum með eitthvað, þ.e. finnst sem bmgðið geti til beggja vona,
stendur á öndrum, er óviss hvemig fara muni, hvort hann stendur
eha fellur, getur búist við hinu versta.
G.I.
a ^sgeir Blöndal Magnússon (1989:1224) telur hér vera um tvö orð að ræða,
‘vafi^ VC®ar öru^rur l' merkingunni ‘stiklur, stultur’, hins vegar öndrur í merkingunni
• vandræði’. Uppruni hins sfðamefnda er óviss, segir hann, en e.t.v. skylt so.
aruira.