Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Blaðsíða 242
240
Kristín Bjarnadóttir o.fl.
83. Bjarni Jónsson frá Vogi (1863-1926)
1915 83.1 Mál og menning. (Alþýðufræðsla Stúdentafélagsins.) Skírnir 89:78-96.
Efni:
M.a. um fróðleik sem draga má af orðsifjum um indó-evrópsku „frumþjóðina". Sýnd
eru dæmi sömu orðstofna í fomtungum indóevrópskum („hversu menn rekja saman
málin“).
„Akr, Akreyjar, Akranes, vitazgjafi og þess konar nöfn segja oss greinilega um
komyrkju hinna fomu íslendinga. En eigi síður mun kaupfélag bera framtíðinni
sögu um verzlunarhreyfingar vorra tíma“ (bls. 92).
84. Hallgrímur Jónsson (1875-1961)
1915 84.1 Fjórir hljóðstafir. Orðakver handa börnum og unglingum. Reykjavík. 40 bls.
Efni:
Um hljóðvillu. Orðasafn með hættulegum orðum. Mikið notað, t.d. á Akranesi. í
formála lýsir höfundur yfir áhyggjum sínum af hljóðvillu í sambandi við e, i, u og
ö. Höfundur telur þessa hljóðvillu breiðast út með örskotshraða. Um tilgang þessa
verks segir höfundur m.a. (bls. 4); „Ýmislegt nota kennarar til að uppræta þetta
illgresi, ráðin em mörg, en nýtt ráð í viðbót við hin, er að gefa baminu kost á að
nota orðasafn".
85. Alexander Jóhannesson (1888-1965)
1916 85.1 Nýjar uppgötvanir um mannsröddina. Skírnir 90:391-404.
Efni:
Um áhrif vöðvahreyfinga á hljómblæ raddarinnar og samband þeirra við geðshrær-
ingar.
„Einkenni 2. aðalflokks er, að brjóstið er nokkuð þanið en herping hleypt í lendamar
þversum, verður þá röddin björt og mjúk“ (bls. 395). „Ennfremur er gerður grein-
armunur á svonefndum dramatiskum eða lyriskum hljómblæ raddarinnar [...] Er það
vöðvasamdráttur, er á sér stað í kviðnum neðarlega frá depli fyrir neðan nafla til
beggja hliða afturábak“ (bls. 396-397).
1920 85.2 Frumnorræn málfræði. Reykjavík. 167 bls.
Efni:
Verkið skiptist í tvo aðalhluta, hljóðfræði og beygingafræði, auk inngangs.
Inngangur: Indógermönsk mál og flokkun þeirra, germönsk mál og frumnorræna,
elstu leifar frumnorrænnar tungu, rúnaristur og aldur þeirra.
1. Rúnastafrófið, sérhljóð og samhljóð.
2. Fallbeyging nafnorða, lýsingarorða, fomafna og töluorða. Kafli um sagnbeyg-
ingu, atviksorð og samtengingar. Aftast er listi yfir íslensk málfræðiheiti.