Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Blaðsíða 136
134
Flugur
(2b) Aðblástursregla fyrir /p,t,k/ + /l,m,n/:7
Radd-
banda-
þættir
CVlag
Aðrir
þættir
[+radd. ][-radd. ][+radd. ] [+radd. ][-radd. ][+radd. ]
[-sp.rgl.j [+sp.rgl.j[-sp.rgl.j [-sp.rgl.j [+sp.rgl.j [-sp.rgl. j
/\ I I /VI i
V V c c —»V V c c
V I I V I I
[±nál. ] [-hljóm.] [+hljóm.] [±nál. ] [-hljóm.] [+hljóm.]
i [-samf. j [-samf. j ; [-samf. j [-samf. j
Eins og sjá má í (2a) og (2b) þá felur lýsing mín á aðblæstri í
íslensku í sér færslu raddbandaþátta (fyrra) lokhljóðsins yfir á undan-
farandi sérhljóð. Þessi lýsing er andstæð greiningu Höskuldar Þráins-
sonar (1978b), en eins og getið var um hér að framan gerir hann ráð
fyrir að allir þættir undanfarandi sérhljóðs, nema raddbandaþættimir,
færist yfir á fyrra lokhljóðið. Þessi munur stafar af því að Höskuld-
ur álítur að eingöngu löng (tvöföld) /p,t,k/ verði aðblásin í íslensku.
Þannig gerir hann ráð fyrir hljóðkerfisreglu sem lengir /p,t,k/ þegar
þau standa á undan /l,m,n/ og að það sé fyrra lokhljóðið sem breytist
í [h] vegna samlögunar við undanfarandi stutt sérhljóð. Ég geri hins
vegar ráð fyrir því að löng (tvöföld) /p,t,k/ og stutt (einföld) /p,t,k/,
þegar þau standa á undan /l,m,n/, verði aðblásin í íslensku. Lýsing
mín byggist á þeirri hugmynd Eiríks Rögnvaldssonar (1984:58 og 90-
91) að öll sérhljóð séu löng eða „tvöföld" f baklægri gerð í íslensku
og að það sé seinna sérhljóðið sem verði að [h] vegna samlögunar við
eftirfarandi lokhljóð.8 Til stuðnings þessari hugmynd nefnir Eirikur
7 Þar sem /1/ í íslensku virðist mjög oft haga sér eins og nefhljóð, en öðruvísi en
/r/, þá er það talið vera [-samfellt] (sjá Ástu Svavarsdóttur 1984).
8 Þar sem gert er ráð fyrir því að öll sérhljóð séu löng í baklægri gerð f íslensku,
þá þarf að setja upp reglu sem styttir sérhljóð þegar tvö eða fleiri samhljóð fara á eftir
sérhljóðinu. Þessi regla gæti litið út eins og í (i) (sjá Schein og Steriade 1986:696):
(i) Stytting sérhljóða:
a a
C C