Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Blaðsíða 134
132
Flugur
hafi þátíinn [+sperrt raddglufa] í bakiægri gerð þá heyrist þessi blástur
ekki nema raddbandaþættir lokhljóðsins færist yfir á eftirfarandi hljóð
og sé þá skynjaður sem fráblástur. Samkvæmt þessari lýsingu er því
óþarft að setja fram sérstaka afblástursreglu fyrir íslensku þar sem
blástur hljóðanna /p,t,k/ heyrist ekki nema færsla þáttarins [+sperrt
raddglufa] eigi sér stað. Þessi lýsing fær frekari stuðning þegar lit-
ið er á þann mállýskumun að í norðlensku bera menn lokhljóðin
/p,t,k/ fram fráblásin þegar þau koma fyrir á milli sérhljóða eða á
milli sérhljóðs og /j,v,r/ en í sunnlensku eru þau ófráblásin í sömu
stöðu, t.d. er orðið api borið fram [a:phi] í norðlensku (svokallað
harðmæli) en [a:bi] í sunnlensku (linmæli). Hér verður gert ráð fyrir
að fráblástur í norðlensku (harðmæli) stafi af færslu þáttarins [+sperrt
raddglufa] yfir á eftirfarandi hljóð, en að /p,t,k/ í inn- og bakstöðu í
sunnlensku séu ófráblásin þar sem þessi færsla á sér ekki stað nema
í framstöðu orða. Lýsing mín útskýrir því hinn reglubundna fráblást-
ur í norðlensku (hvort sem lokhljóðið kemur fyrir á eftir sérhljóði
eða á eftir [+hljómandi] hljóði) með einni samlögunarreglu sem ekki
verkar í sunnlensku (nema í framstöðu orða) og því em /p,t,k/ í sunn-
lensku ófráblásin.2 Lýsing Höskuldar Þráinssonar (1978b) á fráblásn-
um (norðlenska) og afblásnum (sunnlenska) /p,t,k/ á eftir /l,m,n/ getur
hins vegar ekki skýrt hvers vegna /p,t,k/ á eftir sérhljóðum em frá-
blásin í norðlensku en ófráblásin í sunnlensku og er því ófær um að
tjá tengslin á milli þessara tveggja mállýskuatriða.
En lítum nú á aðblástursregluna. Við lýsingu aðblásturs verður að
hafa í huga að hann er ekki sambærilegur við fráblástur í íslensku,
því þó að aðblástur og fráblástur samsvari báðir hljóðinu [h] þá er
fráblástur miklu styttri en aðblástur í íslensku. Þannig sýna mælingar
(sjá Magnús Pétursson 1972 og Söm Games 1974) að aðblástur í
íslensku er hvorki hluti af undanfarandi sérhljóði né eftirfarandi lok-
2 Þar sem harðmælissvæðið er töluvert stærra en röddunarsvæðið og eitthvað
virðist líka vera um að menn hafi röddun en ekki harðmæli verður að gera ráð
fyrir að sumir Norðlendingar beiti fráblástursreglunni eingöngu í innstöðu orða þegar
lokhljóðið kemur fyrir á eftir sérhljóði en ekki þegar það stendur á eftir [+hljómandi]
hljóði og öfugt.