Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Blaðsíða 138
136
Flugur
/p,t,k/ séu merkt [+sperrt raddglufa] í baklægri gerð en að sá blást-
ur sem þessi þáttur felur í sér heyrist ekki nema raddbandaþættir
lokhljóðsins færist annaðhvort til hægri, yfir á eftirfarandi hljóð, og
heyrist þá sem fráblástur, eða til vinstri, yfir á undanfarandi sérhljóð,
og sé þá skynjaður sem aðblástur.10 Þegar raddbandaþættir /p,t,k/ eru
færðir yfir á undanfarandi /l,m,n/ veldur þátturinn [+sperrt raddglufa]
hins vegar röddunarleysi í þessum hljómendum. Samkvæmt þessari
lýsingu eru það aðeins hljóð sem eru [+rödduð] í baklægri gerð sem
geta samlagast /p,t,k/ og valdið aðblæstri, afröddun og fráblæstri í
íslensku. Þannig myndast aðblástur við færslu raddbandaþátta /p,t,k/
yfir á undanfarandi sérhljóð, afröddun verður við færslu raddbanda-
þáttanna yfir á hljómendur og fráblástur myndast við færslu yfir á
eftirfarandi sérhljóð, hljómendur, /j/ eða /v/ (eða myndast í bakstöðu
orða). Þessi lýsing gerir einnig ráð fyrir að tilteknir raddbandaþættir
geti aðeins færst einu sinni, og færsla raddbandaþáttanna yfir á undan-
farandi hljóð virðist fara fram áður en færsla yfir á eftirfarandi hljóð
getur átt sér stað. Þannig verða aðblástursreglan og afröddunarreglan
(sem báðar færa þætti til vinstri) að verka á undan fráblæstri (sem
færir þætti til hægri) þar sem lokhljóð eru aldrei fráblásin á eftir [h]
í aðblæstri né á eftir órödduðum [+hljómandi] hljóðum.
HEIMILDIR
Ásta Svavarsdóttir. 1984. Samfellt eða ekki samfellt? Um vensl hljómenda í íslensku
og þáttagildi /I/. íslenskt mál 6:7-32.
Clements, George N. 1985. The Geometry of Phonological Features. Phonology
Yearbook 2:225-252.
Eiríkur Rögnvaldsson. 1984. íslensk málfrœði: Hljóðkerfisfrœði og beygingafrceði.
Háskóli íslands, Reykjavík.
Games, Sara. 1974. Quantity in Icelandic: Production and Perception. Doktorsrit-
gerð, Ohio State University, Ohio.
10 Það að raddbandaþættimir geta ekki færst til vinstri (yfir á undanfarandi hljóð)
í orðum eins og api og gefið *[ahbi] ákvarðast af umhverfi aðblástursreglunnar.
Eins og sést á myndum (2a og b) samlagast seinni hluti langs sérhljóðs eftirfarandi
lokhljóði (og breytist í [h]) aðeins þegar lokhljóðið er langt (tvöfalt) eða stendur á
undan /l,m,n/.