Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Blaðsíða 182
180
Kristín Bjarnadóttir o.fl.
1.-4. Málfræðiritgeröir Snorra Eddu
1120- 1. Fyrsta málfræðiritgerðin. Höfundur óþekktur. AM 242 fol (Codex Wormianus,
1200 Ormsbók Snorra Eddu), skr. um 1350, 7 bls.
Efni:
Tilgangur ritgerðarinnar er að laga latínustafrófið að íslensku. Greint er á milli langra,
stuttra og nefkveðinna sérhljóða. Aðferð höfundar þykir nútímaleg (sýnir aðgreiningu
hljóða með lágmarkspörum). Helsta heimild um hljóðkerfi fomfslensku. Virðist hafa
haft lítil áhrif, nýmæli höfundar eru ekki tekin upp af öðrum, nema táknun langra
samhljóða með hásteflingum (N, R, S o.s.frv.) og táknun sérhljóðalengdar með broddi
(á, é, í o.s.frv.).
Útg.:
1852 Edda Snorra Sturlusonar, ed. Amemagneanske Commission II, Kaupmanna-
höfn.
1886 Den fflrste og anden grammatiske afhandling i Snorres Edda, udg. Vemer
Dahlerup og Finnur Jónsson. Islands grammatiske litteratur i middelalderen I.
Kaupmannahöfn.
1950 Eirst grammatical treatise, útg. Einar Haugen. Baltimore.
1972 First grammatical treatise. Second revised edition. Einar Haugen. London.
1972 The First Grammatical Treatise, University of Iceland Publications in
Linguistics 1. Ritstj. Hreinn Benediktsson. Reykjavík.
Sjá formála að útgáfum og
Anne Holtsmark. 1936. En islandsk scolasticus fra det 12. árhundrede. Oslo.
Magnus Olsen. 1937. Den fprstc grammatiske avhandling. Annaler for Nordisk
Filologi LIII.
Fedcrico Albano Leoni. 1975. II primo trattato grammaticale islandese. Bologna.
1200? 2. Önnur málfræðiritgerðin. Höfundur óþekktur. AM 242 fol (Codex Wormianus,
Ormsbók Snorra Eddu) skr. um 1350 og DG 11 (Codex Uppsalensis, Uppsalabók
Snorra Eddu) skr. um 1300.
Efni:
Staffræði. í ritgerðinni eru tvær skýringarmyndir (aðcins í Uppsalabók) sem hafa þótt
torskildar. Sú fyrri er hringlaga og á að telja upp alla stafi íslenskunnar og lýsa gildi
þeirra. Stöfunum er raðað inn í fimm sammiðja hringi og virðist myndin eiga að gera
grein fyrir dreifingu hljóða eða hljóðskipun (fónótaktík) í íslensku. Seinni myndin
byggir á líkingu við miðaldahljóðfærið symfón og á að sýna samspil og samröðun
sérhljóða og samhljóða til þess að mynda „hendingar“.
Útg.:
1852 Edda Snorra Sturlusonar, ed. Amemagneanske Commission II, Kaupmanna-
höfn.