Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Blaðsíða 218
216
Kristín Bjarnadóttir o.fl.
Efni:
Inngangur um eðli framburðarbreytinga. Um stoðhljóðsinnskot eða brottfall -r í nið-
urlagi orða. Fjöldi dæma frá ýmsum tfmum. Niðurstaða höfundar er sú að gerður
sé nákvæmur munur á -r og -ur í „elztu og beztu handritum“. Um 1300 telur J.Þ.
framburðinn á „niðrlagserrinu farinn að haggast“ og vera orðinn þann sama og nú
um 1380. í rituðu máli er almennt ritað -ur þar sem svo er fram borið. Höfundur
telur mönnum það í sjálfsvald sett hvom ritháttinn þeir kjósa.
1869 53.6 Miðstig atviksorða í íslenzku. Norðanfari 8. árg. nr. 9-10, bls. 17-18.
Efni:
Um miðstig atviksorða sem hafa á frumstigi sömu mynd sem lýsingarorð í hvorug-
kyni á frumstigi. Miðstig atviksorðanna segir höfundur eiga að vera eins og lýsing-
arorðanna, þ.e. fastara er rétt miðstig atviksorðsins, en fastar rangt. Dæmi eru gefin
úr bókum frá 14 öld um ao. Eftir 1839 telur höfundur myndir eins og fastar hafa
orðið tíðari „sakir vankunnáttu manna“.
1870 53.7 Um stööu atviksoröa í málsgreinum í íslenzku. Norðanfari 9. árg. nr. 28-29,
bls. 55-56; 59-60.
Efni:
í daglega málinu er höfuðreglan sú að atviksorð sé fyrir aftan sögn, hvort sem
hún er einföld eða saman sett. Samanburður við fommálið, þar sem höfundur segir
höfuðreglu vera „samkvæma þeirri reglu í þýzku, að smáorð það, er sett er framan
við sagnorðið, getur skilizt frá því og sezt aptur fyrir það f hinum ósamsettu tfðum,
[...]; enn sezt fyrir framan nafnhátt og hluttaksorð, [...].“ Dæmi um á, af, aftr, at,
eftir, frá, fram, fyrir, með, niðr, saman, til, um, undan, upp, út, vid.
Greinin er skrifuð í framhaldi af grein sr. Sigurðar Gunnarssonar prófasts í 8. árg.
Norðanfara, sjá 47.2.
1870 53.8 Um nokkurar rangar orðmyndir eða oröskipanir í íslenzku. Norðanfari 9.
árg., bls. 82-83; 86-87; 89-90.
Efni:
Breytingar frá fommáli, stafsetning (/ og y), tökuorð (stand, ástand, manneskja; lo.
fri), beyging (eiginn), orðskipan (t.d. fallnotkun með so. eigá), merkingarbreytingar
og tökumerkingar (eiga f. dönsku so. skulle), þýsk og dönsk forskeyti og viðskeyti
(be-, for-; -heit), röng notkun orða (hvívetna, hvorutveggju; no. mat af so. meta;
báðum megin) o.fl.
1871 53.9 Svar til skólakennara Halldórs Kr. Friðrikssonar um orðtækið að lýsa
yfir einhverju, og um orðmyndirnar met, mát, mat. Reykjavík, 31 bls. 8vo.
Efni:
Ritað vegna gagnrýni Halldórs Kr. Friðrikssonar (Nokkrar athugagreinir um íslenzku,
sjá 45.5) um greinina Um nokkrar rangar orðskipanir ... (sjá 53.8). J.Þ. rekur fleiri
dæmi úr fomum bókum um að lýsa yfr e-u. Sfðari hluti greinarinnar fjallar um