Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Blaðsíða 173
Ritdómar
171
verið fengin að láni frá orðabók Menningarsjóðs, dálftið breytt og endurbætt. En fyrst
verið er að nota mynsturbeygingar í málfræðiskýringunum, af hveiju er skrefið ekki
stigið til fulls: beygingar tölusettar á kerfisbundinn hátt og vísað í þær?
Auk þessara upplýsinga um beygingar eru notaðar millivísanir þegar breyting á
stofnsérhljóði (hljóðvarp, hljóðskipti) gæti villt um fyrir erlendum notanda. Þátíð
v>sar í nafnhátt sagna (sauð -» sjóða), þágufall et. í nefnifall nafnorða (firði ->
fjörður, þó ekki kú —> kýr), kvenkyn lýsingarorða í karlkynsmynd (hölt -» haltur)
°-s.frv. Eins er farið með miðstig og efsta stig lýsingarorða og viðtengingarhátt
sagna. Það er nefnilega ekki víst að fólk, jafnvel með einhverja hugmynd um íslenska
"tálkerfið, viti t.d. að mýkri sé leitt af mjúkur og kysi sé viðtengingarháttur af kjósa;
Því er mikil stoð í slfkum tilvísunum.
Ö-2 Þýðingar og merkingar
Það er mál manna að orðaskýringar séu erfiðasti þátturinn í gerð þýðingaorða-
bóka vegna misræmis milli merkingasviða tungumálanna. Málið er ennþá erfiðara
v‘ðureignar hér þar sem enska er móðurmál margra þjóða og merkingar orða óvenju-
breytilegar. í þessari bók er gerð tilraun til að greina á milli breskrar og amerískrar
ensku með því að setja „(UK)“ við bresk orð eða rithátt. Þetta getur verið villandi,
sórstaklega þegar skýring skiptist milli lína. Þannig stendur:
niðursjóða; can (UK) tin
(hvora skýringuna á UK við?) og
buxnadragf. pants suit (UK)
trouser suit
Ör þessu hefði verið auðvelt að bæta með kommum 1 stað þess að notendur verði
að muna úr innganginum að (UK) á jafnan við seinni skýringuna.
Um mörg dýr, grös og fugla eru fleiri en eitt heiti höfð á ensku og því er mjög gott
að láta latnesku tegundarheitin fylgja eins og hér er oftast gert (með undantekningum
Þó: þorskur og ýsa hafa t.d. sín latnesku heiti en hvorki karfi né koli).
Það er oft erfitt að gagnrýna merkingar sem gefnar eru fyrir ákveðin orð, ekki síst
Vegna þess að sérhver maður virðist hafa dálítið mismunandi skiining á eigin móð-
Urmáli: orð og hugtök hafa merkingarkjama sem er okkur flestum sameiginlegur en
^Ve langt merkingarsvið orðsins nær og í hvaða átt getur verið þó nokkuð breytilegt.
Samt vil ég benda á nokkur dæmi sem ég rak mig fljótlega á, ef ekki til annars en
að sýna hvílíkur vandi er hér á ferð. Þau er aðallega tvennskonar: 1) villandi skýring
aem gæti leitt til rangrar notkunar, eða 2) aukamerking kemur á undan (eða í staðinn
ynr) aðalmerkinguna. Hér eru nokkur dæmi:
krem; cream (íslendingur þyrfti líka þýðinguna „icing“ eða „filling“, þ.e.
‘kökukrem’, og fyrir útlending þyrfti að taka fram að „cream“ eigi við
snyrtivörur, annars heldur hann að átt sé við ‘rjóma’)
kvak; chirp, twitter (álftir kvaka á íslensku en á ensku segir maður ekki
að þær „twitter“; reyndar em nákvæmlega sömu skýringar gefnar fyrir