Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Blaðsíða 175
Ritdómar
173
tvennt athugavert við þetta: í fyrsta lagi er það leiðinlegt og þreytandi, en ekki
karakterstyrkjandi eins og manni var sagt f skóla, að þurfa að fletta upp mörgum
sinnum til að ráða í merkingu orðs (og vera kannski alls ekki viss á endanum)
þannig að samsett orð mættu gjaman vera fleiri heldur en færri í orðabókum.
I öðru lagi vantar einhverjar útskýringar í málfræðikaflann um það hvemig samsett
°fð eru mynduð, t.d. með helstu forskeytum og viðskeytum. Sem betur fer em mörg
for- og viðskeyti gefin sem sjálfstæð uppflettiorð f þessari bók þannig að hægt er að
ráða merkingu afleiddra orða út frá þeim. Þó em skýringamar misgóðar; forskeytið
f°r- er t.d. aðeins þýtt „extremely" sem er þó sjaldgæfari merking en „pre-“.
$-4. Föst orðasambönd
Hugtök og föst orðasambönd era oftast vel valin og vel útskýrð, en þó má ýmislegt
ðetur fara. E-ð stendur til er t.d. þýtt sem „sth is brewing“ sem á varla við nema um
fáðabrugg’; betur hæfði þýðing með víðari merkingu, „is planned, is in preparation".
(Ekki bætir úr skák að þýða hvað stendur til? sem „what’s cooking?" Ég sé fyrir
ftár blaðamann sem spyr forsætisráðherra hvað standi til að gera í efnahagsmálum:
>>What’s cooking in economic affairs?“) Að standa í ströngu fær hins vegar heldur
kraftlitla þýðingu: „have problems", þar sem betra væri t.d. „be hard put, hard-
Pressed”. (Grettir ‘stóð í ströngu’ í Drangey en f því felst meira en að „he had
Problems“.)
Þetta er auðvitað spuming um blæbrigði máls og takmarkanir á notkun orða, hluti
Sem mjög erfitt er að gera grein fyrir; „what’s cooking" er dæmi um of þrönga
þýðingu en „have problems“ um of víða. En þetta em hlutir sem hljóta að skipta
m'klu máli fyrir íslenska notendur. Það má að vísu með sanngimi segja að maður
Sem Þarf slíkar upplýsingar ætti að fletta þeim upp í skýringaorðabók en ekki fer á
m,U> rnála að þessar skýringar hér em mjög takmarkaðar og í þó nokkmm tilfellum
afvegaleiðandi.
Verkefni framtíðarinnar
Ritdómar eiga það til að vera eins og málfræðiskýringar: Manni hættir til að eyða
mestöllu púðrinu á undantekningamar. Þessi orðabók er einfaldlega mjög góð til
síns brúks þótt hún sé ekki fullkomin. Hún gefur góða lausn á mörgum vanda og
a öruggiega eftir að veita bæði íslensku- og enskumælandi notendum mjög dygga
aðstoð.
Hve umfangsmikil ætti ný íslensk-ensk orðabók að vera? Sigfús Blöndal skrifar í
.ormála að íslensk-dönsku orðabókinni sinni (1924:vii) að það hafi verið ætlun sín
' fyrstu að taka saman „et bmgbart Haandleksion". Fimm ámm seinna gerði hann
raun til að nota uppkast að slíkri bók sem honum hafði tekist að semja.
••• men Resultatet var, da jeg saa prpvede det, meget sprgeligt. Jeg fplte mig dybt
skuffet. Hvor jeg saa end prpvede Bogen, i Litteraturen eller i Talesproget, stpdte
Je8 paa Mangler af den Art, at det blev mig klart, at Bogen ikke kunde gpre den
Gavn, jeg havde tilsigtet. Det blev mig klart, at for at kunne udarbejde selv et