Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Blaðsíða 162
160
Ritdómar
sankthansorm/c/; e.k. skordýr (sjálflýsandi)
í Skordýrabók Fjölva heitir Lampyris noctiluca ‘(stóra) jónsblys’; í Orðalykli er
ættin Lampyridae kölluð ‘blysbjöllur, ljósormar, eldflugur’.
kril/en (=krill) (1) zool. e.k. krabbi m (Euphasia superba) (2) smásfld f
(eins árs)
Orðalykill gefur ‘krfli’ fyrir Euphasica (rétt!) superba.
Cyklotron er þýtt með kjarnakljúfur. Öruggar heimildir gefa hringhraðall.
kriminalitet/en glæpamennsk/a -uf
Hér þyrfti að bæta við m.a.: ‘afbrot (f flt.), glæpir, glæpahneigð’. ungdomskrimi-
nalitet er ekki ‘unglingaglæpamennska’, heldur ‘afbrot(ahneigð) unglinga’.
innmari(sk) (hversd.) útsmoginn; (adv.) bölvanlega, (fam.) andskoti
„Innmari“ er algengt mál, einkum meðal bama; undirritaður hefur aldrei heyrt
innmarisk. Krakkar segja t.d. gjama „innmari syk“ og meina þá ‘ægilega/voðalega
veikur’; ‘andskoti veikur’ væri stílbrot, ‘bölvanlega veikur’ rangt mál að auki.
Kategori er afgreitt með ‘flokkur’, ‘tegund’, og er það þunnur þrettándi.
melis/en strásykur -s m, strausykur m
Mun vera ‘flórsykur’.
Mitraljöse og maskingevœr er hvorttveggja þýtt með ‘hríðskotabyssa’, ‘vélbyssa •
Hið fyrmefnda mun vera handvélbyssa, en hið síðartalda ‘,,jarðföst“ vélbyssa’.
Bæði sersjant og korporal eru þýdd með ‘liðþjálfi’. Korporáll er lægra settur en
„sersjant" (eiginlegur liðþjálfi), sbr. skilgreiningu á generallpytnant. Varðandi her
og tignargráður í honum orkar margt tvímælis. Er höfundi vorkunn, slfkur glundroði
sem ríkt hefur í nafngiftum á jressu sviði. Fjöldi kerfa og kerfisleysna er í gangi °S
rekst þar eitt á annars hom.
6. Rangt mál og prentvillur
Eitthvað mun vera um rangt mál í NÍ,2 s.s. ‘bómullsefni’ (pike), ‘nákvæmleg'
ur’ (grundig) í stað ‘nákvæmur’, ‘þykjast tryggur um sig’ f stað ‘þykjast öruggur
um sig’, ‘ugga ekki að sér’; ‘digurmannlegur’ undir overmodig, ‘yfirdreginn’ unc*ir
overtrukket, ‘jöfnunarmerki’ í stað ‘jafnaðarmerki’ (undir likhetstegn). Ekki munU
allir sammála orðum eins og ‘gjafarverð’ í stað ‘gjafverð’ (u. skamkjpp), ‘gróðra-
brall’ u. jobbing, ‘brúnhærður’ í stað ‘skolhærður, dökkhærður’ (m.a.o.: ég hef ekki
getað fundið orðið skolhœrður í neinni fslenskri orðabók!).
Fingurbrjótur á borð við soneoffer/e/ sonarfóm / (á að vera friðþœgingarfórn) er
vinnuslys sem getur komið fyrir á bestu bæjum, en er jafn leiðinlegt fyrir það.
2 Flest þessara dæma em frá „rýni“ ættuð, sbr. neðanmálsgr. 1.