Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Blaðsíða 239
Skrá um íslensk málfrœðirit til 1925
237
ennfremur: „Annars er allt þetta skiftingarþvaður, að mestum hluta ekkert annað en
tepruskapur og hégómi hálfgerðra og algerðra steingervingsmálfræðinga".
75.6 Orðabókin enn. Lögrétta. 6. ágúst.
Efni:
Enn er Finni Jónssyni svarað (sjá 75.5 og 59.25-26). Jóhannes segir: „Eiginlega ber
okkur dr. Finni nú orðið alls ekkert annað í milli, en það, að hann vill í grein sinni
byrja fyrst um ár 1500 en jeg vil byrja við upphaf ritaldar (nfl. taka fommálið með)“.
75.7 Álit og tillögur um vísindalega íslenzka orðabók ásamt sýnishorni (ásamt
Jakob Jóh. Smára og Þórbergi Þórðarsyni). Reykjavík. 23 bls.
Efni:
Um tilhögun, svið og innihald fyrirhugaðrar orðabókar. Um vísindalegar orðabækur.
Um orðtöku og áætlun um tímasetningu.
Sýnishom: álka, dammur, fiskur, flotplœging, kaldur, kljúfa, landplœging, plóga,
plógning, plógun, plógur. Skammstafanir og merki. Niðurlagsorð.
75.8 Söguleg lýsing íslenskrar réttritunar um rúmt 100 ára. Reykjavík.
Efni:
I þessu litla kveri rekur höfundur skoðanir eftirtalinna fræðimanna á þvf hvemig
skuli stafsetja og af hverju: Rasks (sjá 35), Fjölnismanna (KG, sjá 41), Bjöms M.
Ólsen (sjá 58), Finns Jónssonar (sjá 59) og Jóns Ólafssonar ritstj. (sjá 61). Einnig er
fjallað um stjómarstafsetninguna sem fastsett var með auglýsingu 1918 (sjá 87).
75.9 Nokkrar sögulegar athuganir um helstu hljóðbreytingar o.fl. í íslensku,
einkum í miðaldamálinu (1300-1600). Reykjavfk.
Efni:
Um hljóðbreytingar o. fl. Fombréfasafnið er notað sem heimild.
Ritdómur:
Bjöm Karel Þórólfsson. 1926. Arkivför nordisk filologi.
í niðurlagi ritdómsins bendir Bjöm Karel á að bókin í heild líði fyrir skort á vísinda-
legum vinnuaðferðum og ögun. Hins vegar sé svo margt áhugavert í henni að þeir
sem láti sig íslenska tungu einhverju varða ættu ekki að láta hana fram hjá sér fara.
75.10 Ritdómur um Hrynjandi íslenzkrar tungu. Sérprent úr Verði. (Sjá 98.1.)
76. Jón Jónsson prófastur á Stafafelli (1849-1920)
76.1 Boðsbréf um dansk-íslenzka orðabók. Reykjavík. 1 bls. (Á bókaskrá Kon-
unglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn.)
76.2 Grundvöllur íslenzkrar stafsetningar. Skírnir 80:389-391.
Efni:
Höfundur vill „víkja sem minst frá ritvenju þeirri, er á rót sína í fommálinu".