Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Blaðsíða 155
Ritdómar
Hróbjartur Einarsson. 1987. Norsk-íslensk oröabók. Univeristetsforlaget, Oslo
- Bergen - Stavanger - Tromsö.
1.
1.1.
Undanfarinn áratug hefur veriö ánægjuleg gróska f íslenskri oröabókafræði. Stór-
aukin og verulega endurbætt útgáfa af Orðabók Menningarsjóðs (íslensk orðabók
handa skólum og almenningi) sá dagsins ljós 1983 og í framhaldi af þeirri útgáfu
Orðalykill 1987, nýstárleg og mörgum gagnleg handbók; Orðabók um slangur kom
1982 og íslensk samheitaorðabók 1985. Þá hefur íðorðasmíð tekið mikinn fjörkipp,
bsði á innlendum vettvangi og samnorrænum (læknisfræði, tölvufræði og ritvinnsla,
verkfræði, líffræði, tryggingar, mannvistarfræði; mosar og mannanafnavfsindi eru
ekki afskipt heldur). — Leikhúsorðabók kom út 1977, Nordisk textilteknisk termin-
°iogi 1979, Norrœn stjórnsýsluorðabók 1982, Norrœnt orðasafn um skólamál 1983,
Nordic Glossary of Hydrology 1984, Nordisk Projektterminologi 1985, Nafnaskrá
yfir pijón og hekl. Þá er vert að geta orðalista um handverkfæri á 12 tungumálum
(Friedmann 1977). Greinargott yfirlit um íðorðaskrár er að finna í Málfregnum, 1.
fol. 1. árgangs (Baldur Jónsson 1987).
Sfðast en ekki síst ber að nefna mikil og gleðileg umsvif hjá Orðabók Háskólans,
Þá tölvuvæddu gagnavinnslu sem þar fer fram, og tímaritið Orð og tungu sem hóf
göngu sfna 1988.
1.2.
Af tvítyngdum orðabókum eru þessi tíðindi helst: Sœnsk-íslensk orðabók 1982,
£/wk-íslensk 1984, íslensk-norsk 1985.
Síðasta greinin á þessum meiði er Norsk-íslensk orðabók eftir Hróbjart Einarsson
(hér eftir NÍ og HE), gefin út á vegum Universitetsforlaget í Noregi 1987 með styrk
frá Menningarsjóði Norðurlanda. Hér mun nú reýnt að gera þessu verki nokkur skil.
2.
2.1.
Meginmál bókarinnar er 446 blaðsíður (17x24 sm) auk formála, skýringa fyrir
n°tendur, skammstafana og skýringa á merkjum (12 síður). Flettiorð munu u.þ.b.
0.000 talsins. Upplag bókarinnar er 2.000 eintök. Bókin er í venjulegu kiljubandi,
eldur endingarlitlu. Verð hennar á íslenskum bókamarkaði í ágúst 1988 var röskar
3-000 kr.
í formála rekur höfundur sköpunarsögu verksins frá því hann lagði fyrst drög að
Pvl á árunum 1968-1972, en hann var þá lektor í norsku við Háskóla íslands.