Íþróttablaðið - 01.04.1928, Page 5

Íþróttablaðið - 01.04.1928, Page 5
 Íbróttablaðið Gefið út af Iþróttasambandi Islands. (Áður „Próttur" stofnaður af í. R.) III. argangur. Apríl 1928. 4. tölublað. Sundhallarmálið. Agrip af ræðu eflir Sigurð Nordal, prófessor. Kill af því, seni niest einkennir höfuðstað Islendinga, er kvef og alls konar liáls- og hrjóstkvillar. Fólk er ýmist að fá kvef, slæint af kvefi, eða að skána af kvefi. Og þessu er lckið með undirgefni: „Þetta er að ,ganga“. Verst er, að livað lengi sem kvefið gengur, fer það aldrei, ckki einu sinni um hásumarið. Það virðist vera sezt að licr iyrir fult og alt. Hér liefir verið komið upp gróðrarstöð fyrir gerlana, svo að þeir eru ekki einliamir. Meðan almenningur ræktar þá í sér, þangað til þeir eru orðnir tvíell- eftir, getur einstaklingurinn ekki viðnám veitt, nema með sérstökum dugnaði. Eg er enginn mælingamaður og sé ekki tök á að telj a saman, hvað mikið af orku og gáfum Keykvíkinga fcr í kvef, hversu mjög það undirbýr jarðveginn fyrir alvarlegri kvilla. En eg er viss um, að ætti að meta það tjón lil fjár, vrði það gifurleg upphæð. Það er eitthvert mesta nauðsynjamál að liefja hern- að gegn þessum smádjöflum, kvefgerlunum, °g öllu þeirra kyni. Og sú herferð verður «ð vera svo almenn, að þcir eigi sér ekki athvarf í neinum gróðrarreitum. Kngan skvldi svo sem furða á þvi, þótt krankfelt sé hér í bænum. Loftslagið er uógu vont til þess að skýra allt okkar kvef. Hér er sjaldan gott veður; þegar liann er á sunnan, er rigning og raki, þegar liann er á norðan, kuldi og þyrkingur. Fölk er litið úti, hreifir sig ekki, lokar gluggunum, þétt- ir liúsin þvi meir sem kvefið sækir fastar á, ætlar að loka kvefið liti, en lokar það inni. En ef íslendingar vildu snúast á hendur kvefinu, gæti þessi illa veðrátta orðið þeim til mikils góðs. Englendingar eru fyrirmyndin; þcir eru eyjaskeggjar eins og við, búa við vont og óholt loft, eta þungan mat. Þeir gætu ekki lifað, nema þeir iðk- uðu íþróttir. Þær eru fyrst neyðarvörn, svo snúast þær í sókn, og allir viðurkenna, að þær eiga mikinn þátt í afrekum þjóðar- innar. Það cr gamalt máltæki, að liæg sé leið til lielvítis. Það sannast á þeim, sem fara að loka sig inni fyrir kvefinu. En leiðin til himna er ekki eins erfið og margan grun- ar, áður en hann leggur á stað. Það getur líka komið sú ferð á menn upp i möti, að þeir komist hærra en þeir hugðu fyi'st. Ef við vildum iðka þær hreifingar og þá úti- vist, sem nauðsynleg er til þess að halda sér heilhrigðum, fáum við miklu meira, vellíðan, sem streymir um hverja taug, krafta tii ó- væntra afreka. Það situr ekki á mér að fjölyrða um i- þróttir. Eg er ef til vill minsti íþróttamaður á þessari samkonni. Hef aldrei unnið fyrir svo miklu sem tinlmappi með neinum i- þróttaafrekum. Samt er eg samtið minni þakklátari fyrir fátt en að liafa kent mér sæmilega líkamsrækt. Margir hafa haldið, að íþi’óttir efldu líkamann á sálarinnar kostnað. Ekkert er ljær sanni. íþróttir eru vald sálarinnar vfir líkamanum. Yanliirtur líkami verður liarðstjóri. Þjálfaður likami sá auðmjúki þjónn, sem hann á að verða.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.