Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 13
HARALDUR BERNHARÐSSON
Um Moldhaugnaháls út í Fjósa og Fjörður
Af áhrifsbreytingum í nokkrum fleirtöluörnefnum
1. Inngangur
í beygingu íslenskra örnefna, ekki síst bæjanafna, má sjá ýmis sér-
kenni sem ekki er að finna í beygingu samnafna nema að mjög óveru-
legu leyti. Hér verður fjallað um fimm slík sérkenni:
(1) a. Fleirtöluömefni sem dregin em af upprunalegum karlkynsorðum
hafa sums staðar á landinu orðið kvenkyns, eins og þegar talað er
um að fara út í Atlastaðir (í stað Atlastaði, sbr. út í Tjarnir).
b. Fleirtöluömefni sem dregin em af upprunalegum kvenkynsorð-
um hafa í máli sumra orðið karlkyns, eins og þegar talað er um
að fara austur í Lauga (í stað Laugar, sbr. austur í Hóla).
c. Þá eru dæmi þess að fleirtöluömefhi sem dregin eru af upp-
runalegum hvorugkynsorðum verði karlkyns eða kvenkyns,
eins og sjá má af bæjanöfnunum Fjósar, Fljótar og Húsar af
fjós,fljót og hús og þegar talað er um Fljótana eða að fara upp
í Gerðar og út í Giljar.
d. Fleirtöluörnefni af svonefndum iustofhum eins og fjörður og
völlur eru sums staðar á landinu kvenkyns en ekki karlkyns og
þá talað um að fara í Fjörður og út á Völlurnar.
e. Loks birtist eignarfallsendingin -na í ýmsum fleirtöluörnefn-
um, einkum samsettum, eins og til dæmis Moldhaugnaháls eða
Ásbúðnasker en annars er þessi ending eiginleg veikum kven-
kyns- og hvorugkynsorðum en ekki sterkum karlkyns eða kven-
kynsorðum eins og haugur eða búð.
Hve útbreidd eða algeng eru dæmi af þessu tagi og hversu gömul eru
þau? Hvernig má skýra þær breytingar sem þarna hafa átt sér stað?
Eru hljóðbreytingar að verki? Eða er eðlilegt að lýsa þessu sem áhrifs-
íslenskt mál 26 (2004), 11-48. © 2005 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.