Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Blaðsíða 28
26
Haraldur Bernharðsson
Þar hefur verið safnað rösklega 500.000 lesmálsorðum úr 100 textum
í fimm textaflokkum, íslenskum skáldverkum, þýddum skáldverkum,
ævisögum og endurminningum, fræðslutextum og barna- og unglinga-
bókum. Til dæmis má taka að Akureyri kemur fyrir 30 sinnum í 13
textum í þessu safni og af þessum 30 dæmum eru 22 þágufallsmyndir
og 8 eignarfallsmyndir en engin dæmi eru um nefnifallið eða þolfall-
ið. Reykjavík er að finna alls 174 sinnum í 41 texta og eru það 115
þágufallsmyndir, 43 eignarfallsmyndir en aðeins 9 nefnifallsmyndir og
7 þolfallsmyndir (Friðrik Magnússon og Stefán Briem 1991:22, 372).
í töflu 4 eru sýndar tölur úr íslenskri orðtíðnibók (Friðrik Magnús-
son og Stefán Briem 1991:1156-57) um tíðni einstakra falla. í dálki
(a) er heildaryfirlit um tíðni einstakra falla hjá öllum örnefnum í öll-
um textum orðtíðnibókarinnar sem sýnir mikla notkun þágufallsins
umfram aðrar fallmyndir. Hjá samnöfnum er tíðni fallanna nokkuð
breytileg eftir kynjum og tölum en áberandi er að eignarfallið er lang-
sjaldgæfast í öllum flokkum. í dálki (b) í töflu 4 eru tölur um tíðni
falla allra kynja í báðum tölum samnafha er sýna að nefnifallið er al-
gengast en þágufall og þolfall eru þó ekki langt undan. í eintölu karl-
kyns samnafna eru aftur skarpari andstæður þar sem nefnifallið hefur
allnokkra yfirburði yfir þolfall og einnig þágufall, sem er í þriðja sæti,
og eignarfallið rekur svo lestina; þetta er sýnt í dálki (c) í töflu 4.
(a) örnefni (b) nafnorð (c) nafnorð
nefnifall 10,4% 31,2% 39,2%
þolfall 16,4% 27,9% 25,2%
þágufall 56,2% 29,0% 24,3%
eignarfall 17,1% 11,9% 11,3%
Tafla 4\ Tíðni einstakra falla örnefna og nafnorða eftir íslenskri orð-
tíðnibók (Friðrik Magnússon og Stefán Briem 1991:1156-
57): (a) örnefni, (b) nafnorð í öllum kynjum og báðum tölum,
(c) eintala karlkyns nafnorða.
Rannsókn Jóhönnu Barðdal (2001) á fallnotkun sýnir að tíðni ein-
stakra falla í fornu máli hefur í meginatriðum verið hin sama og í nú-
tímamáli. Örnefni eru að vísu ekki greind sérstaklega í rannsókn Jó-