Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Blaðsíða 208
206
Ritdómar
Þótt við höfum ekki eldri vitnisburð um breytinguna /ó/ > [ou], má ganga að því
sem vísu að hún hafi verið um garð gengin um miðbik 14. aldar, rétt eins og breyting-
in á [o:] > [ou] > [au] (sjá hér að ofan).
Eins og ffam hefur komið er i Málfræði Möðruvallabókar lögð meiri áherzla á að
gefa nákvæmt tölffæðilegt yfirlit yfir einstaka rithætti en að draga upp raunhæfa
mynd af hljóðkerfinu. Fleiri dæmi eru um að A.L.W. einskorði sig svo mjög við rit-
myndir að hljóðkerfisleg túlkun verður óskýr eða jafnvel röng. I umfjöllun um leng-
ingu a, q, o og u á undan l+fg, k, m,p, s segir hún að erfitt sé að ákvarða aldur henn-
ar, þar sem í flestum handritum sé ekki greint á milli stuttra og langra sérhljóða. í
framhaldinu segir hún: „Only for the vowel change /a/ to /á/ can information be gained
ffom the spelling, namely in those cases where u-umlaut occurs. In Möðruvallabók u-
umlaut of /a/ produces /ö/, which is written <o> or <au>, but the u-umlaut product of
/á/ (earlier /q/, which was usually written <o>, <g>, a/, au or something like [sic]) has
coincided with /á/, as can be seen ffom forms like baðu. The forms halfu, [...] talgu-
knífr, hialmö, etc. imply therefore a long /á/“ (bls. 63). Sá sem ekki býr yfir málsögu-
legri þekkingu gæti skilið þessi orð þannig að í orðmyndum eins og <halfu> (= hálf-
um) hafi eftirfarandi hljóðkerfisreglur verkað: (1) a > á (lenging), (2) á > ( (u-hljóð-
varp), (3) q > á (afkringing). Það sem A.L.W. hlýtur hins vegar að eiga við er að í um-
ræddum orðmyndum hafi q lengzt, en síðar hafi ( fallið saman við á í rithætti, því
annars hefði mátt búast við myndum eins og *hölfum (eftir að q hafði breytzt í ö). Við
þetta má bæta að allt bendir til þess að á forskeiði Möðruvallabókar hafi ekki aðeins
q, heldur einnig a, o og u sætt lengingu á undan / +f p, m, g, k (enn fremur á undan
1 + s eða n í vissum orðum). I þessu sambandi er rétt að athuga texta Islenzku hómilíu-
bókarinnar (Sthm perg 15 4to) frá um 1200, en svo vill til að A.L.W. tilheyrir þeim er
gerst þekkja hana. Þar höfum við örugg dæmi um lengingu sérhljóðsins q í umræddri
stöðu, sbr. t.d. (þgf. et. kk.) <hælfom>, (þgf. et. hk.) <hólfo>, (þgf. et. kk.) <si()lfom>,
(nf. et. kvk.) <siólf>. Hómilíubókin sýnir að á ritunartíma hennar höfðu einnig önnur
bakmælt sérhljóð lengzt í stöðu á undan vissum samhljóðaklösum er hófust á /-i, sbr.
t.d. <háls>, <hiálpa>, <fólc>, <Gólfþile>, <úlfældom>. Þetta er í samræmi við það
sem fýrirfram mátti telja líklegt, þ.e. að við sömu skilyrði hafi öll bakmælt sérhljóð
sætt lengingu á sama tíma. Þess má geta að hin óvenju-reglulega notkun brodds sem
lengdarmerkis í hómilíubókinni bendir eindregið til að hann tákni sérhljóðalengd í til-
færðum orðmyndum (sbr. Gustaf Lindblad 1952:50-64).
í greininni um sérhljóðalengingu á undan I +f g, k, m, p, s tekur A.L.W. fram að
lenging hafi ekki orðið í þeim tilvikum, þar sem hún hefði leitt til þess að innan beyg-
ingardæmisins hefðu víxlazt á myndir með stuttu og löngu sérhljóði. Um þetta tilfær-
ir hún dæmin svelgja - svalg, dalr - dals. Þessi regla er þó engan veginn algild eins
og t.d. sagnirnar hjálpa og skjálfa sýna, sbr. <hiálpa>, <helpr>, <hylpe>, <skiálfa>,
<scalf> í íslenzku hómilíubókinni.
Nú hefur verið drepið á nokkur atriði í þeim hluta Málffæði Möðruvallabókar sem
lýtur að sérhljóðakerfi handritsins. Tekið skal skýrt fram að þrátt fýrir þá annmarka
sem bent hefur verið á er kaflinn um „stafffæðina" afar gagnlegur. Þótt lesandanum