Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Blaðsíða 159
Horfið þér á Skjá einan?
157
(30)a. Einn, tveir, þrír, fjórir
b. Ari einn (Al), Bjarni tveir (B2), Ceres þrír (C3), Davíð fjórir
(D4)
c. Bé einn (Bl), Bé tveir (B2), Bé þrír (B3), Bé fjórir (B4)
d. Bé eitt (Bl), Bé tvö (B2), Bé þrjú (B3), Bé ijögur (B4)
e. *Bé ein (Bl), Bé tvær (B2), Bé þrjár (B3), Bé fjórar (B4)
Svo virðist því sem hvorugkyn sé ómarkað hjá töluorðum í íslensku,
karlkyn markaðra en hvorugkyn en er þó notað ef um talningu er að
ræða; kvenkynið virðist svo aftur enn markaðra en karlkynið. En er
hugsanlegt að í nafni sjónvarpsstöðvarinnar felist einhvers konar taln-
ing á borð við dæmin í (30b-c)? Veffang stöðvarinnar, http://www.
s 1 ,is, og póstlénið @s 1 .is gætu bent til þess, en ef stöðin þægi nafn sitt
af SJ væri hún væntanlega nefnd Ess einn (sbr. 30c) eða Ess eitt (sbr.
30d) og ekki getur nafnorðið Skjár talist venjulegur staðgengill fyrir
bókstafinn S á sama hátt og Ari fyriryf, Bjarni fyrir B og þar fram eftir
götunum (sbr. 30b).
Merkingarlega er langfýsilegast að líta á einn í Skjár einn sem
töluorð og veffangið og póstlénið styðja þá túlkun. I Skjár einn ber
einn líka áherslu eins og vænta mætti af töluorði (23) og töluorðið
einn er einmitt einn í þf. et. kk. (20). Ekki dugir það þó til að skýra
myndina einan í þf. et. kk. (2) og auk þess kemur setningarleg hegð-
un töluorða hreint ekki heim og saman við einn í Skjár einn: við
myndum búast við hvorugkynsmyndinni eitt — og hana nota reyndar
sumir málnotendur í nafni sjónvarpsstöðvarinnar, eins og sýnt var í
(29).
2.5 Niðurstaða
Ekki virðist koma til greina að líta á einn í Skjár einn sem óákveðið
fornafn eða lýsingarorð. Langeðlilegast virðist afitur á móti að líta á
það sem töluorð en þó hagar það sér ekki setningarlega eins og búast
mætti við af töluorði í þessari stöðu. Þessi sérkennilega staða einn birt-
ist meðal annars í því að nafn sjónvarpsstöðvarinnar virðist eiga sér að
minnsta kosti þrjár ólíkar þolfallsmyndir, sbr. (la), (2a) og (29b), end-
urteknar í (31).