Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 43
Um Moldhaugnaháls út í Fjósa og Fjörður 41
dæmis Moldhaugnaháls, Geithellnadalur, Kleifnabrýr, Mýrnasveit.
Hugsanlegt er því einnig að w-ið sé að einhverju leyti í hlutverki svo-
kallaðs bandstafs (eða tengihljóðs) á svipaðan hátt og .s-ið í samsetn-
ingum eins og leikfimishús, keppnismaður og athyglisverður. Þar birt-
ist .s-ið á orðum sem eru eins í öllum föllum (leikfimi, keppni, athygli)
og kann því að vera ætlað að undirstrika að um eignarfallssamsetningu
sé að ræða (sbr. Eirík Rögnvaldsson 1990:37-38). Svipuð tilhneiging
kann að vera á ferðinni í þessum samsetningum sem flest eru örnefni
og mynduð af örnefnum, ekki síst í þeim orðum sem upprunalega
höfðu endinguna -a bæði í þf. ft. og ef. ft., eins og Moldhaugar: end-
ingin -na var ótvírætt eignarfallsmerki og skýrt aðgreind frá þolfall-
inu.
5.3.4 Frekari útbreiðsla: -n- verður viðskeyti
Hér að framan voru sýnd fáein dæmi þess að «-ið úr eignarfalli fleir-
tölu hefði breiðst út til annarra mynda fleirtölunnar. Dæmin úr (21)
eru endurtekin hér í (36).
(36) -n- breiðist út til annarra mynda fleirtölunnar:
a. nf. Hellnar, Hellnarar (Snæf.), nf. Geithellnar (S.-Múl.)
b. nf. Stokkahlaðnir (sbr. 2.3 að framan)
c. nf. Vallnir, Þúfnavallnir (sbr. 2.1 að framan)
d. nf. Skútnir (Nilsson 1975:35 nmgr.)
Þessi útbreiðsla -n- bendir til þess að eignarfallið hafi verið lagt til
grundvallar en hér hefur annars verið gengið út frá því að þágufallið
hafi öðrum follum framar verið grunnur áhrifsbreytinga í örnefnum.
Tvennt má þó nefna sem gæti skýrt tilhneigingu málnotenda til að
byggja á eignarfallinu. í fyrsta lagi hefur eignarfallið mun sterkari
stöðu í beygingu örnefna en í beygingu samnafna, eins og glögglega
kom fram í tölunum í töflu 4 úr íslenskri orðtíðnibók um notkun ein-
stakra fallmynda í nútímamáli: í beygingu samnafna er eignarfallið
langminnst notað af öllum föllunum en í beygingu örnefna er eignar-
fallið næststerkast á efitir þágufallinu. Þá benti rannsókn Jóhönnu
Barðdal (2001) til þess að eignarfallið hefði ef til vill haft enn sterkari
stöðu hjá örnefnum í fornu máli en það hefur í nútímamáli. I annan