Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Blaðsíða 183
Fáein austfirsk orð
181
venja hans var við þau orð sem hann tók með úr vasabókunum. Hann
nefnir hins vegar í viðbæti sögnina að dívika með í-i í merkingunni
‘óhreinka’ og merkir hana „ASkaft“. Orðabók Háskólans á hvorki
dæmi í Rm né Tm um þá merkingu en eitt dæmi úr Eyjafirði um divika
notaða um hæga hreyfingu við fiskdrátt og annað um hnísu sem divik-
aði sporðinum, þ.e. hreyfði hann hægt. Það er úr Suður-Þingeyjar-
sýslu.
í íslenskri orðabók (1983:137) er sögnin divika flettiorð. Hún er
merkt sem staðbundin og gefin í þeim merkingum sem þegar eru
komnar fram, þ.e. ‘difa, bæra: d. sporðinum; keipa, draga hægt;
óhreinka.’ Hún var tekin út í útgáfunni frá 2002 eins og mörg önnur
staðbundin orð.
Ásgeir Blöndal Magnússon setti divika fram sem tvö flettiorð í Is-
lenskri orðsifiabók (1989:116) og merkti báðar sem „nísl.“ (þ.e. nú-
tímaíslenska) þótt vel hefði mátt setja inn „19. öld“ eins og hann gerði
oft ef orðin voru fengin úr vasabókunum. Divika í merkingunni ‘smá-
dingla, bæra; keipa færi, draga hægt’ taldi hann orðna til úr < *dif-vika
og vísaði í sögnina að difa. Sú sögn er notuð í merkingunni ‘hreyfa ört
en finlega, dingla, blaka smávegis’ eins og t.d. difa uggum, difa sporði.
Erfiðara er við sögninga að vika að eiga. Um hana á Orðabókin stak-
dæmi úr gátu um reykinn í kolagröfinni (Jón Árnason 1887:127):
Ut gekk yglan vigla
imaði, vimaði, skimaði;
þakin þyrnikvistum,
þikaði, vikaði, dikaði;
óx upp með efstu eikum,
iprið tiprið og niprið.
Sama dæmi er í Bl. og íslenskri orðabók (1983) í merkingunni ‘víkja,
hörfa’. Hún er ekki lengur sem fletta í útgáfunni frá 2002. Allar virð-
ast sagnirnar þika, vika og dika notaðar um einhvers konar hreyfingu
en auk vika er þika stakdæmi í söfnum Orðabókarinnar.
Uppruna sagnarinnar í merkingunni ‘óhreinka, ata, bleyta’ taldi
Ásgeir óvissan. Hans tilgáta var að ef til vill lægi nafnorðið diviki
‘tappi, tappagat’ að baki sem einnig er til í myndinni deviki ‘lítill tré-