Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Blaðsíða 19
Um Moldhaugnaháls út í Fjósa og Fjörður
17
Fyrirspumir Nilssons (1975:54-60) leiddu í ljós að dæmi um þessa
karlkynsbeygingu kvenkynsorðanna voru þekkt um land allt árið
1963. Beygingu með fleirtöluendingunni -ir var að finna á Norður- og
Suðurlandi en karlkynsbeyging með -ar virtist hafa meiri útbreiðslu
og var dæmi að finna á Vesturlandi, Norðurlandi og Suðurlandi. Elstu
dæmi sem Nilsson (1975:105-109) finnur um þessa beygingu benda
til þess að hún hafi verið komin upp um miðja fimmtándu öld. Sýnis-
horn af þeim dæmum er í (9).
(9) a. þa gaf hann heni sydri lauga ok dazstadi er ligia i einarstada
kirkiv sokn j reykiadal (1464, Möðmvellir í Eyjafirði; Dl
5:415-16 [nr. 364])
b. ath hallbera magnusdotter selldi ioni arngrimssyne iordena
sydre lauga i reykiadal (1489; Dl 6:657 [nr. 586] eftir AM
Apogr. 2942 „með hendi Jóns Magnússonar bróður Árna „Ex
originali á kalfskinn““)
2.3 Fleirtölumyndir upprunalegra hvorugkynsorða
Nokkur fjöldi fleirtöluörnefna sem dregin eru af hvorugkynsorðum
hefur orðið kvenkyns en einkum þó karlkyns. Nilsson (1975:60-66,
sbr. einnig bls. 11 og 36) greinir frá allmörgum nöfnum af þessum
toga í rannsókn sinni. Þeim má skipta í fjóra flokka:
(10)a. Hvorugkynsorð sem verða
b. Hvorugkynsorð sem verða
c. Hvorugkynsorð sem verða
d. Hvomgkynsorð sem verða
Dæmi um þetta eru sýnd í töflu 3:
(a) (b)
hk. nf. -0, þf. -0 hk. nf. -0, þf. -0
-» nf. -ar, þf. -a —» nf. þf. -;'
Bjargar, Bjarga Giljir, Gilji
karlkyns og fá nf. ft. -ar, þf. -a.
karlkyns og fá nf. ft. -ir, þf. -i.
kvenkyns og fá nf. ft. -ar, þf. -ar.
kvenkyns og fá nf. ft. -ir, þf. -ir.
(c) (d)
hk. nf. -0, þf. -0 hk. nf. -0, þf. -0
-» nf. -ar, þf. -ar -» nf. -;>, þf. -;>
Eiðar, Eiðar -bjargir, -bjargir3
9 í samsetningunum Sléttubjargir og Smyrlabjargir. Taka verður tillit til þess að
fleirtöluörnefni mynduð af hvorugkynsorðinu bjarg, ft. björg ‘klettur’ hafa í einhverj-