Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 185
Fáein austfirsk orð
183
Á sagnmyndina sjœði hefur áður verið minnst (Guðrún Kvaran
2000:207, 212, 218) og virtust heimildir benda til Austurlands. Hér
hefur eitt dæmi bæst við þær fáu heimildir sem fyrir voru og styður
það fyrri tilgátu.
Við sagnmyndina vaddi stendur hjá Jóhannesi: „(af veðja) veðj-
aði.“ í Rm er ekkert dæmi um þriðju persónu eintölu en eitt úr Skírni
(1882:143) um þriðju persónu fleirtölu vöddw. „Nærri má geta, að
þeir létu vel að gætt, sem við hann vöddu, að engin brögð yrðu í
tafli.“ Dæmið er úr frétt sem Eiríkur Jónsson orðabókarhöfundur
skrifaði en Eiríkur var frá Einholti í Austur-Skaftafellssýslu. Einnig
fundust tvö dæmi um vöddust og eitt um lýsingarháttinn vaðzt, öll úr
þjóðsögum Jóns Árnasonar, en ekki kom fram hvaðan sögurnar voru
eða hvert sögumenn áttu rætur að rekja. Aðeins eitt dæmi er í Tm
Orðabókarinnar. Á seðlinum stendur: „Hann vaddi við kaupmanninn.
Þeir vöddust." Heimildarmaður er Austur-Skaftfellingur en Jón Aðal-
steinn Jónsson bætir við á seðilinn að sjálfur þekki hann sagnmynd-
ina ekki úr vestursýslunni. í Bl. eru myndirnar vaddi, vatt merktar
„Múl.“ en miðmyndarsögnin veðjast, í þt. vaddist, merkt „ASkaft.“
Valtýr Guðmndsson getur ekki um þessa beygingu sagnarinnar veðja.
Heimildir benda því til að myndirnar með -dd- séu af austan- og suð-
austanverðu landinu.
Jóhannes skráði hjá sér myndirnar hvornugan og hvurnugan =
hvorugan og setti í sviga fyrir aftan „(accusat.)“ Björn hefur sett staf-
ina Bv. framan "ið þannig að áðurnefndur Björgvin hefur kannast við
þetta. í Rm eru til fimm dæmi um myndina hvornugan, þ.e. bæði fyrri
og síðari liður beygður. Þrjú þeirra eru úr Bjarka (1896:43) og Skuld
(1878:204, 1880:119, 184) en blöð þessi voru á þessum árum gefin út
á Seyðisfirði og Eskifirði. Fjórða dæmið er úr þjóðsögum Sigfúsar
Sigfússonar (1927:16) en hið fimmta úr Gerplu Halldórs Laxness
(1952:86). í Bl. eru báðar þolfallsmyndirnar nefndar en ekki er þess
getið hvort hvornugan sé staðbundin mynd. Hún er ekki nefnd hjá Val-
tý Guðmundssyni. Ef litið er fram hjá dæminu í Gerplu benda hinar
heimildirnar fjórar til Austurlands en frekari heimilda er þörf til þess
að taka af allan vafa. Engin dæmi fúndust í Rm um hvurnugan enda
fremur um framburðarmynd að ræða sem síður kemst á prent.