Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Blaðsíða 114
112
Þóra Björk Hjartardóttir
nýrri útgáfunni en ekkert merki er við þau í útgáfunni 1983. Ekki
fundust mörg dæmi um þessi orð í ritmáls- og talmálssafni Orðabók-
arinnar fremur en búast mátti við þar sem hér er um nýyrði að ræða
komin fram á níunda áratugnum. Þau voru líka heldur færri en dæm-
in um samkynhneigð, eða ekki nema fjögur, og hér eru þrjú þeirra:
(21) a. kynhverfur = kynvilltur, „hómósexúell" um bæði kyn. Notað
af ungu fólki sennilega til að forðast neikvæði „kynvillu“ etc.
(Talmálssafn, 1981)
b. Framhald vantar. Ég leyfi mér að geta mér til um það: Róbert
gerist kynhverfur. (Skírn 1985, 237, 1985)
c. Marguerite Yourcenar er einkum kunn fyrir skáldsögur sínar.
Hin fýrsta [...] lýsir baráttu ungs tónlistarmanns við kyn-
hverfar hneigðir sínar. (TímMM 1985, 227, 1985)
Athygli vekur athugasemdin um orðið í talmálssafninu „Notað af
ungu fólki“ sem sýnir kannski vel að orðið hefúr verið framandi þeim
sem þetta skráði.
Fjórða dæmið er athyglisvert því það er að finna í frumútgátu Vef-
arans mikla frá Kasmír (1927) eftir Halldór Laxness. Ekki síður at-
hyglisvert er að af næstu útgáfu bókarinnar (1957) hefur orðinu verið
breytt í kynvillingur. Ekki er gott að segja hvort Halldór Laxness hafi
smíðað þetta orð af þessu tilefni eða fengið fyrirmyndina einhvers
staðar en sem kunnugt er leitaði hann víða fanga um orð (sjá t.d. Guð-
rúnu Kvaran 2002). Hann hefur a.m.k. horfið frá því að nota orðið í
síðari útgáfu og sett í staðinn annað orð sem almennt var á þeim tím-
um. Hvort hér sé komin fyrirmyndin að nýyrðunum sem leitast var við
að festa í sessi upp úr 1980 er heldur ekki hægt að fullyrða um.
(22) a. Bamba Salvatore hafði dvalist [...] í Berlín meðal kynhverf-
inga, í París [...] (HKLVef1, 262, 1927)
b. Bamba Salvatore hafði dvalist [... ] í Berlín meðal kynvillínga,
í París [...] (HKLVef, 172, 1957)
I textasafninu eru 51 dæmi um orðið kynhvarfi og skyld orð, eða veru-
lega færri dæmi en um samkynhneigður, sjá 4.2.2. Þau eru einnig
langflest, eða 41, úr þýddri kennslubók um sálfræði sem út kom 1988