Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Blaðsíða 29
Málbreytingar í Ijósi málkunnáttufrœði
27
tungumáli, væri hugsanlega um að ræða þróun og eiginlega breytingu.
Því þyrfti önnur tilgáta að lýsa.
Byrjum á því að ímynda okkur að bam læri málið af móður sinni,
þó að fyrirmyndimar séu jafnan fleiri. Málkunnátta móðurinnar er fyr-
irmynd bamsins þegar það smíðar sína eigin málkunnáttu. Það hefur
þó ekki beinan aðgang að málkunnáttu móður sinnar heldur þarf það
að draga ályktanir af málbeitingunni. Það túlkar málbeitinguna, smíð-
ar út frá henni tilgátu um málkunnáttu móður sinnar (þ.e. þess konar
málkunnáttu sem það þarf að stefna að) og mótar eigin málkunnáttu í
samræmi við þá túlkun (sjá einnig Hale 2007:33). Tengslunum er oft
lýst á þessa leið, þó að framsetning geti verið misjöfn (sjá Hale 2007:
28; einnig Andersen 1973:778 og Lightfoot 1979:148): 16
W MÁLBREYTING
Málkunnátta móður, M,
T
Málbeiting móður, B, tulkun ^ Málkunnátta barns, M2
I
Málbeiting bams, B2
Hér er lykilatriði að bamið þarf að túlka gögnin sem það fær, þ.e.
málbeitingu móðurinnar eins og líkanið er sett upp hér. Ef bamið túlk-
ar gögnin þannig að málkunnátta þess verður öðmvísi en málkunnátta
fyrirmyndarinnar verður málbreyting. Þetta má segja að séu nokkurs
konar „mistök“ við túlkunina. Ef bamið dregur til dæmis þá ályktun
að í málkunnáttu fyrirmyndarinnar séu / og r órödduð á undan lok-
hljóðunum /p, t, k/ en raunin er sú að í málkunnáttu fyrirmyndarinnar
er r afraddað í þessari stöðu, en / aðeins á undan t (fyrirmyndin hefur
þá svokallaðan raddaðan framburð í orðum eins og fálki, gúlpur, en
16 Á skýringarmyndum af máltöku er oft gert ráð fyrir mismunandi stigum í mál-
tökunni, S0 er þá upphafsstigið með meðfæddri málkunnáttu áður en farið er að túlka
gögn frá málumhverfinu. Á grundvelli gagnanna þróast málfræðin stig af stigi, Sp S,
o.s.frv. þar til málfræðin er fullmótuð (sjá t.d. Hale 2007:12).