Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Blaðsíða 114
112
Þorsteinn G. Indriðason
í öðru lagi er hægt að nefna viðskeyti eins og -ling-ur og -ul-l sem
mynda töluvert gegnsætt merkingarlegt samband við grunnorð sín og
eru því frjósamari en þau sem að ofan er getið en þó merkilega lítið
frjósöm þegar á heildina er litið. Fáar nýmyndanir finnast t.d. með -ul-
í RMS á 20. öld, eitthvað um tugur orða. Þetta kemur nokkuð á óvart
því viðskeytið leggur grunnorðinu til ákveðna merkingu. T.d. er svör-
ull ‘sá sem svarar oft’, rötull ‘sá sem ratar víða’ og skröfull ‘sá sem
skrafar mikið’. Slíkar reglulegar samsvaranir ættu að öllu jöfnu að ýta
undir frjósemi viðskeyta. Viðskeytið -ling-ur er svo oft notað þegar
smækka skal merkingu grunnorðsins. Hér er merkingarviðbótin í
flestum tilvikum skýr og það má sjá í pörum eins og bók - bœklittgur,
köttur - kettlingur, rit - ritlingur, drengur - drenglingur, diskur -
disklingur og t.d jeppi - jepplingur. Þetta viðskeyti getur einnig tekið
með sér grunnorð í eignarfalli á borð við mjög frjósamt viðskeyti eins
og -leg. Þetta sjáum við í dæmum eins og hreppalingur, páfalingur og
nebbalingur (þótt reyndar sé örðugt að greina eignarfall frá öðrum
aukaföllum þegar veik nafnorð eiga í hlut).
I þriðja lagi eru svo viðskeyti eins og -ing-ur, -ug-ur, -ar-i og -un
sem eru öll töluvert frjósöm, einkum vegna þess að merkingarviðbót
þeirra er skýr og þau geta tengst nokkuð Qölbreyttum hópi grunnorða.
Frjósemi þeirra er hins vegar að hluta til hindruð af ýmsum málkerf-
islegum þáttum einnig eins og fram hefur komið hér á undan.
í fjórða lagi má svo nelha viðskeytið -leg-ur sem er í eins konar sér-
flokki, afar frjósamt og frjósamast af öllum þeim viðskeytum sem hér
hafa verið nefnd. Ástæða fijóseminnar er einkum sú að viðskeytið gerir
litlar kröfur til grunnorðsins og grunnorðin geta verið af ýmsum
orðflokkum en einnig ýmsum gerðum, allt ffá einföldum stofnum til
samsettra orða og setningahluta eða heilla setninga, sbr. utanviðsig-legur
og Hann varð svona ‘ég-veit-þetta-allt-betur-en-þið-legur’ í framan}51
15 Það virðist nokkuð algengt að virkustu viðskeytin geti tekið með sér setninga-
hluta eða heilar setningar, sbr. eftirfarandi dæmi úr ensku (sjá Bauer 1983:70-71)-
Fyrst koma setningahlutar með viðskeytinu -er í (ia,b) og síðan setningar með -ish og
-er í (iia,b):
(i) a. on one foot stand-cr (he is standing on one foot)
b. in wet snow roll-er (she is rolling in wet snow)