Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Blaðsíða 118
116
Þorsteinn G. Indriðason
lítur framhjá því hvort grunnorðið er einfalt, afleitt eða margsamsett,
það getur tengst grunnorði sem er sjálft viðskeytt orð eða samsett og
það getur t.d. myndað eignarfallssamsetningar eða tengst heilum setn-
ingum eða setningahlutum. Það getur líka tengst {jölbreyttum flokk-
um grunnorða eins og sjá má í (12), þar sem flokkað er eftir grunnorði
(þótt dæmin finnist öll í orðasöfnum má gera ráð fyrir að flestum þyki
sum eðlilegri en önnur):
(12)a. af nafnorði: aldurslegur, búskaparlegur, danslegur
b. af lýsingarorði: blautlegur, djarflegur, feginlegur
c. af sagnorði: hugsalegur, tjálegur
d. af fomafni: églegur, þérlegur, sjálflegur
e. af atviksorði: heimalegur, framlegur
f. af forsetningu: yfírlegur, eftirlegur
Meðal lýsingarorða sem leidd em af grunnorðum með flóknari bygg-
ingu má nefna efasemdarlegur, erfiðsamlegur, fangelsislegur, hund-
ingjalegur og makindalegur.
Mikil frjósemi viðskeyta eins og -un og -ar-i sem fyrr var á minnst
byggist síðan á því að þau tengjast allstórum flokkum gmnnorða.
Viðskeytið -un tengist t.d. þeim flokki veikra sagna sem er stærstur og
opinn og tekur þannig sífellt við nýjum sögnum (sbr. tölva - tölvaði -
tölvun) og -ar-i getur tengst flestum sögnum sem hafa í sér gerand-
merkingu, óháð beygingarflokki. Og um viðskeytin -leg, -ar-i og -un
má einnig segja að það sé sterk og viðvarandi þörf fyrir nýmyndun
með þeim og það ýtir auðvitað undir mikla mælanlega frjósemi. Þegar
svo er komið má segja að „fóður“ slíkra orðmyndana sé nær óþrjót-
andi.
5. Helstu niðurstöður
Með því að skipta svokallaðri virkni orðmyndunarreglu annars vegar
niður í þá virkni sem er hluti af málkunnáttunni, þ.e. eiginleikann til
þess að mynda ný orð, og hins vegar í frjósemi reglunnar, þ.e. hversu
mörgum orðum reglan skilar inn í málið, má í mörgum tilvikum fá
skýrari mynd af fyrirbærinu en áður. Slík skipting er einnig líklegri en