Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Blaðsíða 170
168
Guörún Kvaran
En hvað merkinguna í hákr snertir, er eg í óvissu um, hvort það merki
eintómt avidus eða avide devorans, því í austanmáli heitir að háka avide
devorare, hvaðan verið getur að pleb. hakka sé komið og tvöfaldan kás-
ins hafí dregið áherzluna frá áinu.
Svarbréf Konráðs virðist glatað og því ekki unnt að gáta hverju hann
svaraði hugmyndinni.
Tvö dæmi eru í TM, annað úr Ámessýslu en hitt frá ísafirði. Hvorki
JÓlGrv né B1 hafa orðið sem flettu. í ÍO er sögnin fletta og skýringin
sögð ‘háma’ (1983:331).
ÁBIM hefúr sögnina háka ekki sem flettu og tengir hana ekki held-
ur nafnorðinu hákur. Hann lítur á sögnina hakka sem tökuorð úr
dönsku og hefur því ekki fallist á skýringu Hallgríms. Bréfíð til Kon-
ráðs styður að Hallgrímur hafi haft heimild sína að austan en af tal-
málsdæmunum má ráða að orðið þekkist víðar.
hnuggur ‘A.M. = aukreitis biti’. Aðeins eitt dæmi er í RM um orðið
hnuggur og er það úr kvæði eftir Stephan G. Stephansson. Merkingin
er ekki hin sama heldur ‘sorg, depurð’. Orðið fannst ekki í TM, hjá
JÓlGrv eða í Bl. í ÍO er hnuggur merkt sem fomt eða úrelt mál en
merkingin sögð ‘aukreitis biti’ (1983:393). Bendir allt til þess að Árni
Böðvarsson hafi sótt heimild sína til Hallgríms. ÁBIM hefúr elst dæmi
frá 19. öld og hefúr að öllum líkindum einnig sótt sína heimild til
Hallgríms sem er, ef rétt reynist, einn um að hafa skráð orðið. ÁBlM
merkir það ekki staðbundið, líklegast vegna dæmafæðar (1989:353).
Hann telur orðið skylt sögninni að hnöggva ‘slá, hrinda; höggva (af)’
og nafnorðinu hnöggur, líklegast í merkingunni ‘högg, hrinding’ (1989:
356).
júlfeitur ‘A.M. [admodum pingvis Sch] varla einætr vegna feiti’-
Orðið er hvorki á seðli í RM né TM, en í RM er eitt dæmi um jólfeit-
ur í bók Páls Vídalíns Skýríngar yfir fornyrði lögbókar frá fyrri hluta
18. aldar. Þar stendur: „að kalla jólfeitt það, sem er svo feitt sem
borðker, íöt og diskar þeir, sem hafðir hafa verið á borðum undir mat
í veizlunum“.