Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Blaðsíða 46
44
Margrét Guðmundsdóttir
Næst má spyrja hvort eitthvað í málkunnáttu fyrirmyndarinnar
bjóði upp á aðra túlkun reglna eða lögmála. Málkunnáttan er, auk
orðaforðans, kerfí lögmála og reglna. En gengur kerfið aðeins upp á
einn veg? Lítum á málbreytinguna sem felst í því að ef.et. kvenkyns-
orða eins og drottning verður drottningu. í ljósi þess að endingin -ar
er ráðandi í ef.et. sterkra kvenkynsorða kemur þessi breyting nokkuð
á óvart. Eiríkur Rögnvaldsson (1990:85) bendir á að um tiltölulega
litla breytingu á reglu sé að ræða, þ.e. regla sem setur -i/-endingu á þf.
og þgf. nær eftir breytinguna einnig til ef. I því felst þó ekki skýring á
því af hverju bam dregur þá ályktun að þannig eigi reglan að vera. Því
finnst ekki „einfaldara" eða „betra“ að hafa hana þannig heldur telur
að hún sé þannig hjá fyrirmyndunum. Af hverju?
Eitt af því sem barnið gæti tekið eftir er að í beygingu kven-
kynsorða í eintölu fylgjast jafnan þrjú foll að. I sterku beygingunni eru
nefnifall, þolfall og þágufall oftast eins, þ.e. endingarlaus (sbr. skál,
lifur, bók, tá o.s.frv.), en í veiku beygingunni eru þolfall, þágufall og
eignarfall undantekningalaust eins, þ.e. með -u-endingu (sbr. sögu,
kirkju o.s.frv.) (sjá Ástu Svavarsdóttur 1993:63). Hugsanlegt er að
tilhneigingar af þessu tagi séu bömum til leiðsagnar í máltökunni,
þannig að þau dragi þá ályktun að úr því að nefnifall og þolfall em
ólík hljóti öll aukaföllin að vera eins. Frá þessu eru þó vissulega und-
antekningar, eins og beiðni, brúður og ýmis sémöfn. Þó má benda á
að ef til vill hafa einhver orð sem enda á -i tilhneigingu til að fýlgja
sömu leiðsagnarreglu, sbr. eignarfallið beiðnar (um það má finna
mýgrút dæma með því að leita á netinu), en þar em þá nf„ þf. og þgf.
farin að fylgjast að og skilja sig frá ef.
Ef breytingin á ef. í orðum eins og drottning er rakin til þess að
leiðsagnarregla af þessu tagi hafi „náð yfirhöndinni“ — bam á mál-
tökuskeiði sett hana skör hærra en dæmi sem það heyrði um ef. drottn-
ingar — er eðlilegt að einhver segi: „Þessi beyging er gömul, böm
hafa lengi lært hana, af hverju skyldi það allt í einu breytast?“ Þegar
að er gáð kemur hins vegar í ljós að leiðsagnarreglan er ekki svo ýkja
gömul. Orðið drottning beygðist áður drottning - drottning - drottn-
ingu - drottningar og sömu eintöluendingar höfðu t.d. lausung og
jörð. Á þeim tíma var „samfylgd þriggja falla“ varla nothæf leiðsagn-