Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Blaðsíða 215
Ritfregnir 213
vera á íslandi árið 2010, en áðurþarf væntanlega að endumýja þetta samkomulag og
fmna því nýjan farveg að einhverju leyti, því Hugvísindadeild er ekki lengur til.
Á þessum frændafundum, en svo nefnast ráðstefnumar, er jafnan fjallað um fjöl-
breytt viðfangsefni og fyrirlestramir eru yfirleitt á færeysku eða íslensku. Oft hefur sá
háttur verið hafður á að fyrirlestrar um tiltekið efni em paraðir saman, einn frá Fær-
eyjum og annar ffá íslandi, en stundum em líka stakir fyrirlestrar að auki. Frænda-
fundur 2007 í Þórshöfn var með þessu sniði, en hófst þó á því að Jóhan Hendrik W.
Poulsen minntist Stefáns Karlssonar með nokkmm orðum. Þau em birt í bókinni, enda
var Stefán mikill áhugamaður um færeysk fræði og tók virkan þátt í mörgum frænda-
fundum.
Að þessu sinni em nokkrar greinar um málfræðileg efni í bókinni. Katrín Axels-
dóttir og María Garðarsdóttir fjalla um íslenska málstefnu og Ámi Dahl um færeyska
í hliðstæðri grein. Kristján Ámason skrifar um hljóðkerfislegan samanburð á fær-
eysku og íslensku, Pétur Knútsson um þýðingar milli náskyldra tungumála, m.a. ís-
lensku og færeysku, Þórhallur Eyþórsson um stöðugleika og breytingar í fallakerfi
norrænu eyjamálanna og Þóra Björk Hjartardóttir um nafngiftir um samkynhneigða í
íslensku. Auk þessa em svo greinar um stöðu samkynhneigðra almennt, um barnabók-
menntir, þulur, sameiningu sveitarfélaga, myndlist, tónlist, pijónaskap og annað hand-
verk. Af þessu má sjá að hér er ekki um venjulegt málfræðigreinasafh að ræða.
Kannski getur þetta fjölbreytta safn víkkað sjóndeildarhring einhverra sem em fræði-
lega og menningarlega nærsýnir.
Höskuldur Þráinsson
RIT SEM VÍSAÐ ER TIL í RITFREGNUNUM
Helgi Skúli Kjartansson. 1991. Nýstárleg þolmynd í bamamáli. Skíma 14:18-22.
Höskuldur Þráinsson. 2005. Setningar. Handbók um setningaffæði. Ritstjóri og aðal-
höfundur Höskuldur Þráinsson. Meðhöfundar Eiríkur Rögnvaldsson, Jóhannes
Gísli Jónsson, Sigríður Magnúsdóttir, Sigríður Siguijónsdóttir og Þómnn Blöndal.
Islensk tunga 111. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
Sigríður Sigurjónsdóttir og Joan Maling. 2001. Það var hrint mér á leiðinni í skólann:
Þolmynd eða ekki þolmynd? íslenskt mál 23:123-180.