Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Blaðsíða 162
160
Guðrún Kvaran
En ekkert gef eg um, að þér í þessari orðabók yðar látið min að nokkru
getið, heldur vil eg, að þér ritið úr söfnum mínum það sem yður þóknast
og gefið svo bókina út undir yðar nafni, því mér er það nóg, að það glat-
ist ekki úr söfnum mínum, sem nýtanda þykir, og verði þannig einhverj-
um að gagni, en hitt vil eg ekki, að söfn mín fari til Kaupmannahafnar til
að liggja þar ónotuð.
Þetta bréf Hallgríms til Konráðs skýrir sumt af því sem áður er rakið.
Hallgrímur virðist ekki sjálfur hafa stefnt að útgefinni orðabók en er
tilbúinn til að styðja aðra sem slíkt hafa í huga, þó þannig að hann
hreinskrift sjálfúr það sem hann sendi frá sér. Hann heldur aðgreindu
annars vegar safni yfír eldra málið, sem gæti að hluta verið umrætt
handrit Lbs. 220 8vo, og safni sínu yfír yngra mál. Gott hefði verið að
hafa svar Konráðs undir höndum en ekkert bendir til að úr samvinnu
hafi orðið um íslenska orðabók með dönskum skýringum og ekkert
hefur fundist af slíku handriti í gögnum Konráðs.
4. Nokkur orð úr orðasöfnum Hallgríms Schevings
Hér á eftir verður Qallað um fimmtán orð úr hvoru handriti sem öll eru
merkt staðbundin. Það vakti athygli mína hversu stór hluti staðbund-
inna orða er merktur sem austanmál en á því hef ég enga skýringu.
Sjálfur var Hallgrímur Norðlendingur.
Eins og áður getur er handritið hreinrit en við sum orðin eru síðari
viðbætur frá Hallgrími innan homklofa og er því haldið hér.
Orðin sem ég valdi úr 220 8vo eru: alivant, ampi, bagl, bersaþeyr,
borgutó, drellir, drettingur, fleða, flöngsa, frœsur, glor, gloss, háka,
hnuggur og júlfeitur. Orðin sem ég valdi úr 283-285 4to em: alþá,
bendla, brá, brangsa, dabb, derra, ekitrog, fit, flái, flika, glúra, hár-
járn, hnáka, hrul og illviðrafluga.
Þær heimildir sem farið verður yfir em íslensk-dönsk orðabók, sem
Sigfús Blöndal ritstýrði (hér eftir Bl), íslensk orðabók handa skólum
og almenningi frá 1983, sem Ami Böðvarsson ritstýrði (hér eftir 10),
Islensk orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (hér eftir ÁBlM),
ritmálsskrá Orðabókar Háskólans (hér eftir RM), talmálssafn Orða-
bókar Háskólans (hér eftir TM) og orðabókarhandrit Jóns Ólafssonar