Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Blaðsíða 159
Hallgrímur Scheving og staðbundinn orðaforði 157
ungis viðbótarefni við orðabók Bjöms heldur almennt orðfræðilegt
efni.
Ef eldra handritið er borið saman við orðabók Bjöms fer varla milli
mála að um viðbót við orðabókina er að ræða. Oft er vitnað til henn-
ar með orðum eins og sjá, hjá, aliter, apud, prœve eða perperam BH
°g nýjum tölusettum merkingum bætt við fjölda orða sem þar em til-
ferð eins og þær væm viðbætur við orðabókina. Sem dæmi mætti
nefna orðið lapi (1814 11:11). í orðabók Bjöms stendur skýringin
‘homo sui negligens, en (især i sin Gang) skjodeslos Person’. í hand-
riti Hallgríms stendur við orðið lapi ‘exiguum humerale, þ.e. lítill jök-
ull, aliud est lapi apud BH’. Þama vísar Hallgrímur í orðið lapi í orða-
bókinni með viðbótarmerkingu.
Annað dæmi, sem mætti nefna, er að í handritinu stendur ‘refdþrá
= refdþá hiá B.H. a.m.’ Þama bætir Hallgrímur við flettiorðið refilþá
hjá Bimi (1814 11:194) hliðarmyndinni refilþrá sem hann merkir sem
>,austanmál“, þ.e. málfar af Austurlandi. Orðið er notað um það þegar
snjó hefiir tekið af rindum og þúfnakollum.
Heimilda er getið við þau orð sem skrifuð vom upp úr bókum og
uf þeim virðist mega ráða að unnið hafí verið við þetta safn fram yfir
1830 þar sem meðal annars er vitnað í þriðja árgang Skírnis sem
kom út það ár. Ástæða þess að það var lagt til hliðar getur verið sú
að Rask lést 1832 og Hallgrímur hafí því ekki hugað frekar að útgáfu
viðbótanna. Bréf frá Sveinbirni Egilssyni til Rasks frá 1825, sem
varðveitt er í Landsbókasafni-Háskólabókasafni (ÍB 94 4to), styður
það að Rask hafi leitað eftir orðabókarhandriti Hallgríms en Svein-
bjöm skrifaði Jakob Benediktsson 1969:98):
Eg held maður gæti hleypt fram af sér að hugsa upp á prósaisku orðabók-
ina, því dr. Skeving hefír alltaf verið að safna til hennar, og að því er
hann ennþá, og að því verður hann, og væri því bezt að fá hjá honum
safnið þá fram líða stundir.
Bókmenntafélagið hafði áhuga á að gefa orðabók Hallgríms út og
vtrðist hafa verið reynt að fá hann til samstarfs því að Sveinbjöm
Egdsson skrifaði Jóni Sigurðssyni, forseta félagsins, á þessa leið 1838
(Finnbogi Guðmundsson 1968:104):