Reykvíkingur - 16.05.1928, Blaðsíða 3
REYKVÍKING U.R
3
Höfuðið fundiö!
Ein af frægustu kvenmanns-
myndastyttunum trá fornöld, er
hin svo nefnda Vcnus frá Knidos,
er gert hefir myndasniiðurinn
Proxiteles. En sá galli var á, að
það vantoði á hana handleggina,
eins og Venus frá Milo, og mcira
en það, því það vantaði líka fæt-
urna, og það sem verst var: höf-
uðið. Myndastyttan er í Bryssel,
en nú hefur danskur forn^
fræðingur, Blinkenberg pró-
fessor, uppgötvað, að kvenhöfuð
eitt úr marmara frá fornöld, sem
er á Glyptothekinu í Kaupmanna-
höfn, er af pessari myndastyttu.
Hefur mót af pví verið borið við,
og falla brotfletirnir nákvæmlega
saman. Engin ákvörðun hefur verið
tekin um sameiningu búks og
höfuðs, og fult eins líklegt að
hvorugt safnið vilji sleppa pví sem
pað hetur, en að gipsbúkur eftir
frummyndinni vcrði látin undir
liöfuðið í Kaupmannahöfn,- en
gipshöfuð á búkinn í Bryssel.
Gröner landvarnar«
málaráðherra
Landvarnarmálaráðherra í Pýska-
landi er nú Grönar herforingi.
Pað var hann sem sagði keisar-
anum að honum væri bezt að
hypja sig, um haustið 1918, en
pað gerði Vilhjálmur og fór til
Hollands.
Titanic«slys sem pó
ekki varð.
Mörgum er enn í minni hið
hörmulega slys, pegar stórskipið
Titanic rakst á hafísjaka í Atlants-
hafi og sökK:. Það var 1912. Fórst
par fjöldi manns, par á meðal
hinn frægi ritstjóii og Islandsvin-
ur Mr. Stead.
Á annan í páskum, síðastliðinn,
varð næstum orðið nýtt Titanic-
slys. Stórskipið Monlrose, sem
er eign Canadian Pacific, var pá
á leið yfir Atlantshaf, og hafði
farið frá Nýfundnalandi fýrir
tveim dögum. Fékk pað pá níða-
poku, og rakst á hafísjaka, en at
pví skipið rcndi beint á hann,
kom ekki gat á pað, heldur beigl-
aðist inn allur stafn pess, niður
að sjó. Biðu par tveir hásetar sam-
stundis bana, en tvcir farpegar
slösuðust. Enginn lcki kom að
skipinu, og var ferðinni haldið
áfrám til Liver'pool, en pangað
voru 800 sjómílur, og náði skipið
par höfn að kvöldi 14. apríl.