Reykvíkingur - 16.05.1928, Blaðsíða 29
REYKVIKINGUR
29
komisi hiin ekki í blaðið. Ég
verð þá að skrifa aðra grein
um sfúlkurnar í næsta tölublað
»Reykvíkings«, þvi jeg var rét*
að byrja. En vel á minst; get-
ur það verið að það sé 2000
kvenmönnum fleira héríReykja-
vík en karlmönnum? Ef þetta
er satt, hvernig eiga þær allar
að geta gifst?
Ég trúi nú varla að það sé
svo mikið meira af kvenfólki
hér en karlmönnum, en við
sjáum nú til, ég ætla að vera
búinn að telja allar stúlkurnar
í Reykjavík áður en næsta
blað kemur út.
Stafkarl■
Greiðinn sem hún bað um.
w*vw
„Verið sælar", sagði hann
raunalegur á svipinn. „Og
munið það, að þó ég viti að
þér getið ekki elskað mig, þá
mun ég altaf vera vinur yðar,
og þætti vænt um að mega
gera yður greiða- Verið nú
sælar, ég legg af stað til
Ástralíu í kvöld".
„Mér þykir það leiðinlegt",
sagði hún, „að hafa orðið til
reka yður svona langt að heim-
an. En úr því þér bjóðið mér
að gera mér greiða, þá ælla
ég að biðja yður að láta tyrir
mig bréf í póstkassa, á leið-
inni til skipsins".
Góð bending.
Sveinn og Gunna fylgdust
heim frá markaði. Sveinn bar
grís undir annari hendinni, og
stóran pappakassa undir hinni.
Alt í einu fer Gunna að hraða
sér.
Hvað gengur á, segirSveinn,
ég missi alveg af þér-
Já, en ég var hrædd um að
þú myndir kyssa mig, sagði
Gunna og roðnaði-
Ekki get ég kyst þig þegar
ég hef grís undir annarj hend-
og pappakassa undir hinni- Já,
þú gætir látið kassann hérna á
vegarbrúnina og grísinn ofan í
hann, sagði Gunna.
»Hvaða munur cr á fimmeyr-
ingi og tuttugu og fimmeyringi«?
»Annar er úr kopar, en hinn —«
»Bull, 20 aura munur!«
Líkkistusmiðurinn: Utförin
kostar öll 300 krónur.
Maðurinn: Þrjú hundruð krón-
ur! Pað er sannarlega orðið dýrt
að lifa nú.