Reykvíkingur - 16.05.1928, Blaðsíða 16

Reykvíkingur - 16.05.1928, Blaðsíða 16
16 REYKVÍKINGUR' Þrír Reykvíkingar. Tveir Reykvikingar gengu fram hjá húsinu í Aðalstræti, sem er næst Bröttugötu, gegnt „Fjala- kettinum" e. húsinu, par s>em Silli & Valdi verzla). Alt í einú fór annar Reykvík- ingurinn (sem var Erlendur á lögreglustöðinni) að tala um þriðja Reykvikinginn, Sigurð heit- inn Pétursson skáld, höfund leik- ritanna „Hrólfur" og „Narfi‘“ „Hér í þessu húsi dó Sigurður Pétursson", sagði Erlendur, „en sá var nú ekki hræddur við að deyja- Pegar hann var búinn að fá döuðahrygluna, sagði hann við manninn, sem vakti yfir honuim Heyrirðu Gunnar, hún er komin, hlakkaðu 111, nú færðu graut. Maðurinn: „Hvað kostar að draga úr mér íönn?" Tannlæknirinn: „Átta krónur." Maðurinn: „En hvað kostar að losa hana dálítið?" „Ó, hjartað mitt," sagði stúlka við unnusta sinn, „ekki skil ég í því, að þú skulir elska mig, þar sem svo mikið er til í heiminum af stúlkum, sem eru fallegri og gáfaðri en ég." En unnustinn var dálítið utan við sig, af því hann var að hugsa um, hvort það væri orðið of seint að ná í aðgöngumiða að hnefa- leikasýningunni, og svaraði: „Ja, ég skil það nú satt að segja ekki heldur." Hann: „Ég gæti yðar vegna þolöð allar kvalir helntítis." Hún: „'Hvernig á ég' að vita að þér meinið það.“ Hann: „Verðið konan mín og sjáið til." Guðrún: „Hann segir að ég sé indælasti kvenmaðurinn á allri jörðinni. Á ég að verða konan hans?" Sigrún: „Nei blessuð! Lofaðu honum bara að halda þetta." Dómarinn: „Af hverju stáhið þér þessum 50 þúsund krónum?" Fanginn: „Ég — ég var svang- ur.“ Greifafrúin (við frægan tön- listakennara); „Hvað er uppá- haldshljóðfæri yðar?“ Tónlistakennarinn: „Bjallan sem kallar i miðdegisverðinn." Stórbóndinn: „Ég þarf mann sem getur mjólkað og ekið Ford- bíl." Maðurinn (sem er að leita sér atvinnu): „Eg kann að stjórna bíl, en mjólka hann kann ég ekki.!"

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/854

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.