Reykvíkingur - 16.05.1928, Blaðsíða 28

Reykvíkingur - 16.05.1928, Blaðsíða 28
2ö REYKVIKINGUR Um stúlkurnar. Pað er langt síðan að ég hef verið beðinn bónar, sem mér þótti betra að verða við en þeirri, að skrifa grein i »Reyk- víking«, um stúlkurnar hérna. Hver maður er hingað kem- ur frá útlöndum, hlýiur að taka eftir hvað þær eru fallegar, og hversu áberandi er, hve mikið betur þær eru búnar en karl- mennirnir. En ég vii nú hata þær enn- þá fallegri en þær eru, og það sem fyrst og fremst er ábóta- vant um er hörundslilurinn. Takið eftir stúlkur, að það heitir hörund en ekki húð. Þið megið því ómögulega segja, að þaö sé falleg húðin á Unni eða Aðalheiði; það er húð á hrossum, en hörund á yngis- meyjum. Til skamms tíma virðist svo sem að síúlkurnar hérna hati haldið að væri fallegt að vera hvítar í framan. Því þangað til í fyrra sást hér aldrei útitekin stúlka. Það var tennisspilið, sem olli breytingu. Þær urðu úti- teknar nokkrar, sem stunduðu það; svo sáu aðrar, að þetta fór vel, og lofuðu sólinm að skína á sig. Og það er held- ur engum blöðum um það að fletfa, að stúlka sem er orðin útitekin og hraustleg, er langt- um fallegri, og hefur í sér meira dragandi afl, en meðan hún var hvít í framan, hvað vel sem borið var framan í hana- En það er um þetta eins og svo margt annað, að það má of mikið að því gera, og sum- ar stúlkur mega ekki veröa mjög dökkar af sólarbruna, þó flestum, sem hafa reglulegt, andlit fari það mjög vel. Það er stúlka hér í borginni, sem mig langar til að spyrja að, hvort hún álíti ljött að að stúlkur séu litlar- Hún er sjálf lítil, þó hún sé ekki allra minsta tegundin. Og það er auðséð á henni, að hún álíiur að það sé Ijött að vera Iíiil, því hún gengur á of háum hælum. Ég er ekki á móti háum hæl- um, en ég er á móti þeim þeg- ar þeir eru of háir. En það eru þeir þegar stúlkan af þeirra völdum gengur með bogin hné- ög þaö gerir þessi sfúlka, sem ég er að tala um. En það er voðalega ljött þegar stúlkur ganga með bogin hné. Annars eru litlar stúlkur jafn- tallegar yfirleitt, og þær gjft- ast ekkeri frekar þær störu. Nú er mér sagt að greinin megi ekki vera lengri, annars

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/854

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.