Reykvíkingur - 08.03.1929, Page 19

Reykvíkingur - 08.03.1929, Page 19
REYKVÍKINGUR 67 Kaupið ekki nærföt \ í Vöruhúsinu vegna pess að úrvalið er mest og verðið Iægst, en heldur vegna pess, að hjá okkur eru vör- urnar pær beztu fáanlegu. — Fastar flugferðír eru nú að komast á meðfram endilöngum austur- og vesturströndum Suður- Ameríku. — Nú er búið að dæla tvo þriðj u af vatninu úr Nemi-vatn- inu á italíu, og má nú, þegar bjart er og logn, sjá skip, sem er þar á botninum. Af öðru skipi vita menn þar fjær landi; en það er til þess að ná þess- um skipurn, sem eru nær 2000 ára gömul, að verið er að tæma vatnið. — Alitið er, að Hoover muni bjóða Coolidge, sem nú er for- seti, sæti í hæstarétti Bandarikj- anna, en þar losnar sæti nú á næstunni. Taft á þar sæti, en hann er sá eini, sem er á líli af fyrverandi forsetum Banda- ríkjanna. — Úm daginn voru seld í París jarðarber, sem rækuð höfðu verið viö tilbúið sólarljós; voru þau seld á sterlingspund hvert. — Fjórar smáborgir í Austur- ríki, tvær með um 8 þús. íbú- um og tvær með um 3 þúsund- um, háfa sameinast í eitt bæjar- félag og tekið nafnið Vierstetten. — Enskur læknir að nafni Daniel Powell hefur verið kærð- ur fyrir að hafa drepið konu að nafni Doris Ruth Simmons, 39 ára gamla. Málið er nú fyrir dómstóli í Englaudi. — Verksmiðjan, sem framleið- ir »Vita«-glerið, tilkynuir, að nú séu 147 spítalar á Englandi búnir að skifta um gler í'glugg- um hjá sér, og nota nú »Vita«- gler. — Nýja franska gull- og silf- urpeninga er verið að móta, og koma þeir í gang meðal fólks 1. apríl. 100 franka gullpening- ar verða af sömu stærð og 20 franka gullpeningur fyrir stríð, og 5 franka silfurpeningur jafn- stór og 1 franki áður.

x

Reykvíkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/854

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.