Vera - 01.11.1982, Qupperneq 8

Vera - 01.11.1982, Qupperneq 8
Samtök um kvennaathvarf í júní síðastliðnum voru formlega stofnuð í Reykjavík Samtök um kvennaathvarf. Fundurinn var fjöl- mennurog létu unt 130skrásigsem stofnfélaga. Markmið Markmið samtakanna er m. a. að koma á fót og reka athvarf fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærilcg vegna andlegs og/eða líkamlegs of- beldis eiginmanns, sambýlismanns eða annarra heimilismanna. Jafn- framt skulu konur sem verða fyrir nauðgun eiga aðgang að kvennaat- hvarfinu. Markmiðið er einnig að vinna gegn ofbeldi með því að stuðla að opinni umræðu og viður- kenningu samfélagsins á að því beri skylda til að veita þeim konum sem ofbeldi eru beittar raunhæfa aðstoð og vernd. Húsnæði og peningar Megináhersla er nú lögð á tvennt: I fyrsta lagi að útvega sam- tökunum húsnæði fyrir athvarfið. Þrátt fyrir mikla og langa leit hefur enn ckki tekist að finna heppilegt húsnæði og því gæti svo farið að gripið yrði til þess að reyna að festa kaup á húsnæði þrátt fyrir féleysi samtakanna nú, því að þörfin fyrir að opna athvarfið er brýn. Allar ábendingar um húsnæði sem gæti komið til greina og fengist leigt um lengri eða skemmri tíma eru vel þegnar, því ekki er óhugsandi að taka til starfa í bráðabirgðahús- næði. Annað meginverkefni er að afla samtökunum fjár. Er einsýnt að hvort scnt húsnæði fæst lcigt eða keypt munu samtökin þurfa á öfl- ugum fjárstuðningi að halda. Sam- tökin hafa þegar sótt um fjárveit- ingu til alþingis og leitað til borgar og nærliggjandi bæjarfélaga um framlög til athvarfsins og er von- andi að við þeirri málaleitan verði brugðist fljótt og vel. Samtökunum hafa borist gjafir frá einstaklingum og félagasamtökum og er sá stuðn- ingur mikils virði, bæði fjárhagslega og sem hvatning til frekara starfs. En betur má ef duga skal. Öll fram- lög eru vel þegin og munu koma í góðar þarfir. Framlög má leggja inn á póstgírónúmer samtakanna sem er: 44442-1. Einnig er tekið við framlögum á skrifstofu samtakanna sem er nú til húsa að Gnoðarvogi 44-46. Þar er svarað í síma 31575 milli kl. 13-15 alla virka daga, og þangað getur fólk snúið sér sem vill fá upplýsingar, láta skrá sig til starfa, leggja fram fé eða sýna á annan hátt stuðning sinn í verki. fi 8

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.