Vera - 01.11.1982, Page 9
HVERS VEGNA?
Karlmenn nauðga konum vegna þess að
þeir verða gripnir óviðráðanlegum kynlosta,
sem krefst útrásar. Oftast er það fórnarlamb-
ið, sem á sök á því að þessi losti leysist úr
læðingi. Fórnarlambið, konan, hefði átt að sjá
til þess að karlmaðurinn kæmist ekki í slíkt
óviðráðanlegt hugarástand og geti hún það
ekki, hefði hún átt að berjast gegn nauðgun-
inni af meira afli.
Þetta eru goðsögurnar um nauðganir. A þeim byggist ekki
síst sú skoðun að konan geti svo sem sjálfri sér um kennt. Þau
viðhorf, að fórnarlambið sé hinn raunverulegi sökudólgur.
Sú ótrúlega staðreynd, að konur skammist sín fyrir að segja
frá nauðgun eða tilraun til nauðgunar. Þær kenna sjálfum sér
um.
Nýlegar kannanir á hugarheimum nauðgara leiða í ljós að
þvílíkar goðsögur og þessar séu falsmyndir. Dæmi um slíkar
kannanir er starf bandaríska sálfræðingsins Nicholas Groth,
sem hann segir frá í bók sinni „Men who Rape'k
Bók Groths byggir á viðtölum sálfræðingsins við 500
dæmda nauðgara. Groth skiptir ásetningi karlanna í þrennt:
Að baki nauðgun liggur reiði, krafa um yfirráð eða sadismi.
Stundum blandast þetta allt saman en stundum er eitt alveg
yfirgnæfandi. Sá sem nauðgar af einskærri reiði, sterkri og
meðvitaðri, vill fyrst og fremst meiða og niðurlægja fórnar-
lambið. Kynferðislegt ofbeldi verður vopn, einfaldlega vegna
þess að hann skynjar það sem mest niðurlægjandi af öllu því
sent hann kann aö gera, þ. e. verra en barsmíðar eða orðalag.
Þaö sem einkennir þessa tegund nauðgunar, er að karlinn er
ekki haldinn kynlosta, hefur ekki verið æstur kynferðislega.
Þvert á móti á hann oft erfitt með að ota sínum tota og grípur
þá til þess að þvinga konuna til að sjúga hann eða erta á annan
hátt á meðan á verknaðinum stendur, hann finnur ekki til
nautnar, hann klígjar jafnvel við gerðum sínum, oft á sáðlos
sér ekki stað. Hvatinn að verknaðinum kann að vera rifrildi
við eiginkonu, unnustu eða móður — ofsareiðin brýst út
bitnar þó ekki á þeim konum heldur á alls endis ókunnugri,
einhverri sem fyrir tilviljun er fyrir hendi þegar sálarvandi
karlsins kemst í hámark. Nauðgunin er hefnd og þessi tegund
nauðgara beitir sjaldnar barsmíðum en aðrar.
Ad ná yfirráðum
Hér er óskin um yfirráð, vald, að baki. Þessi tegund nauðg-
ara vill í raun ekki skaða fórnarlamb sitt, heldur aga það,
beygja það undir vilja sinn. Oft er um að ræða karlmenn sem
finna til minnimáttar en bæta upp fyrir máttleysið að því er
þeim sjálfum þykir, með því að ríða konu gegn vilja hennar.
Nauðgunin er staðfesting á sjálfi og yfirráðarétti. Draumur
þessa nauðgara er að yfirvinna mótstöðu konunnar, beygja
hana og jafnframt að fylla hana kynlosta, sanna þannig eigin
karlmennsku. Þessi manngerð fær sjaldnast fullnægingu í
nauðguninni en reynir þá aftur og aftur, verður síbrotamað-
ur.
Þótt löngunin eftir samförum og fullnægingu sé þannig
fyrir hendi, virðist þó sem þessi gerð reyni nær aldrei við
konu, daðri til að fá hana til við sig. Hann vill einmitt grípa,
hrifsa, koma að óvörum en vinna sigur að lokum. Aðspurðir
hvers vegna þeir leituðu ekki til vændiskvenna, var algeng-
asta svarið: „Ekta karlmaður þarf ekki að borga fyrir sig.“
Þessir karlar skilja oft ekki ákæru konunnar um nauðgunina,
þeir neita að trúa því að konan hafi ekki verið til í tuskið, að
hún hafi ekki fallið í valinn fyrir sér. Ásökun konunnar túlkar
hann á þann veg aö hún sé að verja mannorð sitt, að hún vilji
ekki að upp um hana komist.
Sadistar
Hjá sadistum fær löngunin til að misþyrma útrás í nauðgun,
hún ummyndast í kynofsa en á þó lítið skylt við kynferðisleg-
an losta. Nauðgarinn beitir einfaldlega versta vopninu sent
hann á í þeim eina tilgangi að særa og meiða. Þeir sadista-
nauðgarar, sem Groth ræddi við, áttu það allir sameiginlegt
að vera rólegir og yfirvegaðir, nauðgunin var skipulögð fyrir-
fram og leiddi oftast til dauða konunnar. Groth heldur því
fram að þessir menn sýni ekki geðveilur í daglegri umgengni
við fólk heldur séu þvert á rnóti vel liönir og álitnir hinir
mætustu karlar. Algengustu fórnarlömb sadista eru vændis-
konur eða konur, sem karlar telja lauslátar.
Ekki endilega einbúar
Meðal annarra niðurstaðna sem Groth skýrir frá í bók sinni
má nefna þá staðhæfingu, að nauðgarar fái sjaldnast sáðfall
við verknaðinn. Þetta skiptir miklu máli lyrir fórnarlömbin
og er athyglisvert frá lagalegu tilliti. Sæði í eða við kynfæri
konu, sent kærir nauðgun, getur eins og málum er nú háttað,
ráðið úrslitum fyrir dómstólum og er raunar oft eina sönnun-
argagnið í ákæru. Annað, sem kemur fram í niðurstöðum
Groths og sem brýtur í bága við viðteknar skoðanir, er, að
flestir nauðgaranna, sem hann ræddi viö, bjuggu við ágætis
kynlíf, voru giftir eða í sambúð eða höfðu næg tækifæri til að
njóta samfara með samþykki konu ef þeim bauð svo við að
horfa.
Þeir nauðgarar, sem Groth ræddi viö og skipti síðan í ásetn-
ings-hópa gefa að mati Groths einnig vísbendingu um það
Itvaö liggur oftast að baki nauðgun. Groth skiptir þessu
þannig: staðfesting karlmennsku og yfirráðaleit: 55%. Reiði
og hefndarhugur: 40% og sadismi 5%.