Vera - 01.11.1982, Page 10

Vera - 01.11.1982, Page 10
„Það hefur aldrei mátt tala um þessi mál“ Hún heitir Laufey Jakobsdóttir og krakkarnir á Hallœrisplaninu kalla hana ömrnu. Hún hefur starf- að síðastliðin 4 ár á klósetti einu í Grjótaþorpinu sern á að þjóna ungl- ingsstelpurn sern sækja Hallœris- planið. — Laufey var spurð að því hvort nauðganir á stelpurn hefðu aukist að undanförnu. „Nei, þetta er alls ekkert nýtt vandamál, heldur hefur þaö verið til staðar meira og minna öll sl. ár. Það hefur bara aldrei mátt tala um þessi mál. I gegnum árin hef éggert marg ítrekaðar tilraunir til að koma þessu á framfæri en það er bara ekki hlustað á mann.“ — A hvern hátt hefur þú reynt að vekja á þessu athygli? „Ég hef rætt um þetta á fundum, sent blöðum greinar sem þau hafa hafnað, það hafa verið tekin við mig viðtöl sem búið er að taka úr allt það versta sem ég hef sagt þegar þau birtast. Ég hef talað um þetta við lögregluna, en alls staðar er sama tregðan við að taka mann alvarlega. Síðan er alltaf sagt EF er rétt að stúlkum sé nauðgað ... og menn þykjast ekkert hafa fyrir sér í þeim efnum.“ — En stelpurnar sjálfarsem lenda íþessu. Gera þœr ekkert? „Það er nú því miður svo að stelpur sem lenda í því að verða nauögað vilja sem minnst um það tala. Þær skammast sín og vilja t. d. ekki að foreldrar þeirra viti af þessu. Svo eru þær hræddar við þá umfjöllun scm þeirra mál kann aö fá í blöðununt. Sú umfjöllun er nú líka alveg til háborinnar skammar. — Ekki sáust á henni áverkar... — Hvaða máli skiptir það? Stelpa ger- ir sér nú fljótt grein fyrir því að þegar 2-3 fullorðnir karlmenn ráð- ast á hana þá þýðir lítið að streit- ast á móti. En sjáist ekki á henni líkamlegir áverkar, þá er strax dreg- iö í efa að henni hafi í raun verið nauðgað.“ Tala helst um fullorðna karlmenn — Vara stelpur sig nægilega á hættunni sem er því samfara að húkka bíl á nóttunni? „Nei, sjálfsagt ekki. En þó veit ég um stelpur sem eru farnar að upp- hugsa ýmiss ráð til varnar þessum karlmönnum.“ — Hvers konar karlrnenn eru þessir nauðgarar? „Stelpurnar tala helst um full- orðna karlmenn í þessu sambandi. Ég get ekki sagt þér frá öllu því sem þær segja mér um þessi mál, því mikið af því segja þær mér í trúnaði. Þó get ég sagt þér frá einu dæmi sem ég sjálf varð vitni aö. Það var þannig að til mín kom unglingsstúlka sent var mikið drukkin. Ég brá til þess ráðs sem ég geri oft að gefa lienni vatn að drekka og sagði henni svo að setjast á tröppurnar hér fyrir utan hjá mér meðan hún jafnaði sig. Eftir stutta stund heyrði ég öskur og læti frá stelpunni, svo ég fór út til að athuga hvað væri á seyði. Sá ég þá hvar fyrir utan hjá mérstendur þcssi fíni bíll og tveir fullorðnir karlmenn eru að reyna að draga stelpuna inn í bílinn. Ég brást auðvitað hin versta við, skipaði körlunum að láta stelp- una í friði og sagði þeim jafnframt að ég mundi kæra þá til lögreglunn- ar. Við þau orð komu þeir sér í burtu hið snarasta. Þegar ég síðan lét lögregluna vita, þá sagöist hún ekkert geta gert, því karlarnir hefðu ekki verið farnir að gera stelpunni neitt og etv. ekkert ætlað að gcra henni. Það vantaði alla sönnun! Stelpurnar sem staddar voru hjá mér á klósettinu þessa nótt og sáu karlana kölluðu þá ránfuglana. Þær könnuðust við þá og sögðu þá alltaf vera að reyna að veiða stelpur upp í bílinn til sín um helgar. En lögregl- an segir þetta ekki nægilega sönnun til að hún aðhafist eitthvað. Svo heldur hún því fram að ekki sé talað við hana. Það er bara bölvuö vit- leysa. Ég hef oft talaö við lögregl- una. Hún tekur bara ekki mark á manni.“ Lögreglan staðfesti að maðurinn væri saklaus Og Laufey heldur áfram. „Eitt sinn var fullorðinn maður alltaf aö sniglast í húsagörðunum hér í kring á kvöldin og á nóttunni. Mér virtist hann vera að kíkja á glugga og eitthvað að vesenast. Ég lét lögregluna vita og hún kom til að athuga málið. Þegar hún hafði haft upp á manninum sagði hún við mig í hans eyrunt að það væri nú ekkert að honum þessum. Hann gerði sko ekki flugu mein. Hann hefði bara gaman af því að horfa á stelpurnar þegar þær væru aö pissa á bak viö húsin. Hugsaðu þér! Þarna var lög-

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.