Vera - 01.11.1982, Síða 13
aö árum. Ef til vill cr þaö hættan á
þungun sem þarna ber á milli.
IJá er einnig athyglisverö túlkun
dómstóla á því hvenær nauðgunar-
brotiö teljist fullframið. Hér á landi
hafa dómstólar miöað fullframn-
ingu brotsins við þaö, aö getnaöar-
limur karlntannsins sé kominn inn í
leggöng konunnar og samræðis-
hreyfingar séu hafnar. Pað er
spurning hvort eölilegt sé að gera
svo miklar kröfur til fullframningar
á nauðungarbroti. Ef til vill er það
hér enn hættan á þungun, sem ræð-
ur úrslitum um að samræðishreyf-
ingar þurfi að vera hafnar. En þá
ber aö gæta að því að 194. gr. er
ekki einvörðungu ætlað að vernda
konu fyrir því að verða þunguð
gegn vilja sínum. Það eru miklu víð-
tækari hagsmunir sem 194. gr. er
ætlað að vernda — nefnilega líkami
og persóna konunnar — friðhelgi
hennar sem einstaklings.
Girndir karlmanns —
minni réttarvernd?
Sú skoðun virðist hafa verið ríkj-
andi — þó að þaö sé e. t. v. að breyt-
ast — að afbrotið nauðgun sé miklu
fremur tengt kynlífi en ofbeldi. Þá
hefur þess gætt um of í réttarfram-
kvæmd að nauðgun snúist eingöngu
um brot gegn kynfærum konu. Því
hefur verið lögð talsverð áhersla á
það að kanna, hvort karlmaðurinn
hafi gert eitthvað til þess að koma í
veg fyrir þungun, hvort konan hafi
notað getnaðarverjur og hvort hún
hafi áður liaft samfarir við karl-
menn. Jafnframt fer fram nákvæm
læknisskoðun á kynfærum konunn-
ar.
Með því að líta um of til hins
kynræna þáttar nauðungarbrotsins
á kostnað árásareðlis þess hefur
veriö litið framhjá því, að meta
heildstætt það andlega og líkamlega
tjón sem kona verður fyrir við
nauðgun. Með nauðgun er brotið á
þeim persónulegu réttindum sem
hverjum manni eru viðurkennd í
lögum og sem eru talin svo nátengd
andlegu og líkamlegu lífi manna að
þau verða ekki frá þcim greind. Til
þessara réttinda telst m.a. réttur
manna á líkama sínum og lífi, til æru
sinnar og tilfinningalífs. Á að
skcröa að einhverju leyti þá vernd
sem þessi persónulegu réttindi ein-
staklinga eiga að njóta lögum sam-
kvæmt, við það eitt að karlmaður
beri til konu girndarhug?
Því hefur verið haldið fram að
sönnunaraðstaðan í nauðgunar-
málum sé ankannaleg að því leyti
að þar sé það konunnar sem orðið
hefur fyrir nauðgun að sanna sak-
leysi sitt en ekki nauögarans.
Fyndist okkur það ekki ankanna-
legt ef maður sem rændur hefði
verið á götu úti væri spurður í þaula
um hvort hann hefði veitt viðnám,
hvort hann kunni að vera þekktur
fyrir að vera ósínkur á fé, hvort
hann hefði verið vel til fara og því
boðið hættunni heim og hvaða
ástæður hann geti fært fyrir því að
hann hafi einmitt verið að ganga úti
á götu á þessum tíma, — allt í þeim
tilgangi að varpa ljósi á sekt ræn-
ingjans? Ætli það ekki. En það er
einmitt þetta sem gerist í nauðgun-
armálum.
Ymiss konar ranghugmyndir og
siðferðisviðhorf gagnvart þessu
broti leiða til þess að kona sem
orðið hefur fyrir nauðgun er í mun
lakari aðstöðu en þeirsem hafa orð-
ið fyrir annars konar brotum. Það er
auðvelt að tilfæra dæmi um slík við-
horf: Það eru aðeins fávísar og
óvarkárar konur sem láta nauðga
sér (Ekki vera ein seint úti á kvöld-
in. Ekki tala við ókunnuga). Konan
hefur æst manninn upp kynferðis-
lega og haft þannig áhrif á óumdeil-
anlega hömlulausar girndir karl-
mannsins, cnda hafi slíkar girndir
einu sinni verið vaktar hjá karl-
manninum þá verða þær að fá útrás
án tillits til afleiðinga (oftrú á bráða
og hömlulausa kyngetu karl-
manna). Innst inni þrá allar konur
að láta nauðga sér (Freud). Kona
sem hefur verið nauðgað er flekkuð
og óhrein (Hvað með manninn?).
Konan var lauslát hvort sem er og
því skipti nauðgunin ekki svo miklu
máli (della). Kona á alltaf rétt á því
að ákveða sjálf með hverjum og
hvenær hún vilji hafa samfarir. Það
eru svona viðhorf sem kona þarf að
mæta hafi henni verið nauðgað
enda er það eitt það fyrsta sem
konur reka sig á í byrjun hvað tæp-
lega henni er trúað. Það er þó ekki
algilt.
Staða konunnar í nauðgunarmál-
um er því sérstök að því leyti að
hegðun hennar og jafnvel lífsferill
hefur mun meiri áhrif á refsingu
brotamanns en tíðkast um önnur
brot.
I áður gildandi hegningarlögum
frá 1869 var það skilyrði svo að
refsa mætti fyrir nauðgun að konan
hefði ekki á sér óorð. Þetta atriði er
ekki lengur skilyrði þess að refsa
megi fyrir nauðgun en enn einrir
el'tir af þeim viðhorfum sem lágu til
grundvallar lögunum frá 1869. í
sakadómsmáli einu frá 1972 sann-
aðist nauðgun á fjóra menn en kon-
an sem varð fyrir nauðguninni var
aðeins 15 ára. Karlmennirnir lilutu
skilorðsbundna dóma í sakadómi
og forsendur dómarans fyrir þeirri
niðurstöðu voru m.a. þær að stúlk-
an hefði áður haft samfarir við karl-
mennina, baksvið málsins væri laus-
ung og lágt siögæðismat meðal
unglinganna og að ákærðu hefðu
sennilega alls ekki litið á það sem
nauðgun er þeir tóku stúlkuna um-
rætt sinn heldur aðeins sem hvers-
dagslegan atburð. Þess ber að geta
að þessi dómur er sá furðulegasti
sem gengið hefur í nauðgunarmál-
um á þessari öld.
Eg ætla nú í örstuttu máli að rekja
gang nauðgunarmála. Þessi mál eru
meðhöndluð af yfirvöldum að hætti
opinberra mála og sæti nauðgun
opinberri ákæru. Rannsókn og
dómstólameðferð fer fram fyrir
luktum dyrum.
Rannsóknarlögregla ríkisins sér
um rannsókn á nauðgunarmálum.
Jafnskjótt og kona hefur kært
nauðgun er tekin skýrsla af henni
hjá rannsóknarlögreglunni og við
þá skýrslutöku er enginn viðstadd-
ur nema rannsóknarlögreglumað-
urinn og svo konan. I þessari
skýrslutöku þarf konan að rekja
gang mála í smáatriðum. Meðan á
þessu stendur fara aðrir rannsókn-
arlögreglumenn í það að grennslast
fyrir urn hinn meinta brotamann og
finnist hann er hann einnig yfir-
heyrður. Ef framburður hans og
konunnar stangast á eru rniklar lík-
ur á því að konan verði yfirheyrö
aftur en ef ekki þá er hún laus við
frekari yfirheyrslur að sinni. Skýrsla
aöila er eitt af þremur meginsönn-
unargögnum í nauðgunarmálum.