Vera - 01.11.1982, Síða 15

Vera - 01.11.1982, Síða 15
gera sér dælt við dömurnar Hversu margar kvikmyndir hafið þið séð í sjónvarpi sem sýna ofbeldi? Ekki þetta andlega ofbcldi, sem konur eru beittar af og til í bíó held- ur beint líkamlegt ofbeldi, slagsmál, morð, stríð, nauðganir, tilraun til nauðgana.... Hveru margar? Eina? Tvær? Marga tugi? Hugsið ykkur vel um. Fyrir nokkrum vikum sýndi sjón- varpiö bandaríska bíómynd, hún hét að mig minnir „Fuglahræðurn- ar“ og var alls ekki alvitlaus mynd. Tók einhver eftir því, þegar Magnús Bjarnfreðsson kynnti myndina í „Sjónvarp næstu viku“ hvernig hann varaði við henni? Tók sér- staklega fram að unglingum yngri en 17 ára hefði verið bannaður að- gangur þegar hún var sýnd í Banda- ríkjunum. í sama streng tók þulan, þegar hún kynnti myndina, sagði sem svo, aö í hcnni væri atvik, sem ekki væri rétt að börnin sæju. Mikið rétt, því þetta atvik sýndi nauðgun- artilraun. En á karlmanni. Það hlaut eitthvaö aö vera, eitthvað hræðilegt sem tók gjörsamlega út yfir allan þjófabálk. Nauðgun á karlmanni. Án þess að vilja draga úr andstyggð þess, að karlmaður sé beittur kynferðislegu oflreldi, þá er þetta atvik þó þess viröi að spyrja sjálfan sig nokkurra spurninga. Er nauðgun á karli verri en nauðgun á konu? Hvers vegna? Haldið áfram að spyrja. Annað dæmi þess að kynferðis- lcgt ollreldi gegn karlmanni sé litið alvarlegri augum, var að finna í DV í síðasta mánuði. I frétt um karl, sem leitað hafði á ungan dreng í bifreið úti á Nesi, sagöi blaðamaður sig hafa hringt í lögregluna til að leita upplýsinga. En, nci, lögreglan vildi ekkert um málið segja, það væri á svo „viðkvæmu stigi“. Auð- vitað var málið á viðkvæntu stigi. 011 nauðgunarmál eru viðkvæm. Eða hvað? Hvers vegna eru þau aldrei of viðkvæm til þess að hægtsé að segja hvort stúlkur hafi hlotið áverka, hvaðan þær hafi verið að koma, hvert þær hafi vcrið að fara? Spyrjum hvers vegna. Spyrjunt þá líka hvers vegna það lieitir að „gera sér dælt“ við stúlkur, þegar „karl- maður býður scx ára gamalli stelpu og stöllu hennar fé og viðhefur ósiðlegt athæfi gagnvart annarri þeirra". Blaðamaöur Mbl. ætti að gera sér það til dundurs að fletta upp á orðinu „dæll“ í orðabók áður en hann notar það um kynferðis- afbrot. (Sjá Mbl. 7. okt. sl.) En nauðgun getur líka orðið meira en dæl, hún getur líka verið skemmtileg, eöa svo er að sjá í skrýtlunum, sem blöð og tímarit gera sér að leika að birta, sum dag el'tir dag. Nokkur dæmi fylgja þessu spjalli. Það má raunar makalaust kalla að kvenlesendur Morgun- blaðsins skuli ekki fyrir löngu vera búnir að mótmæla þeirri kvenfyrir- litningu, sem húmoristinn Sigmund flaggar nær daglega í „blaði allra landsmanna". Ef þetta er það sem átt er við með kíntnigáfu þarf ekki frekari vitnanna við í kvenréttinda- baráttunni. Annars er c.t.v. ekki við því að búast að íslenskar konur skcri upp herör gegn fordómum á meðan engin gerir athugasemd við þá full- yrðingu að brjóstin séu sómi kon- unnar, hvorki nteira né minna! (DV, 6. okt.) Rósa segir: „En ég held ekki að þaö sé konum edlilegt að stunda vöðvarækt eins og nú er farið að reka áróður fyrir. Þær verða eins og unglingsstrákar í vext- inum. Kona, sem þjálfar upp digra vöðva hér og hvar um líkantann dregur til þeirra safa úr brjóstunum svo þau verða væskilslcg og lítið fyr- ir augað, en það er nú einmitt prýði konunnar að hafa sæmileg brjóst." Þetta skyldi þd aldrei vera rétt hjá Rósu? Nema svona skoðanir eldist af manni nteð árunum? Ms. - l’að er maöur sem er að elta mig - þú hefur liklcga ekki grciöu að lána méi..?

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.