Vera - 01.11.1982, Síða 16
&
í síðustu VERU var sagt frá því að fulltrúi okkar í félags-
málaráði hefði flutt tillögu í ráðinu um að kannaður yrði sá
orðrómur, að unglingsstúlkum á leið heim úr miðbænum að
nóttu til væri nauðgað. Starfsmenn Útideildar Félagsmála-
stofnunar hafa staðfest að þessi orðrómur á við rök að styðj-
ast, en þeim var falið að gera tillögur um úrbætur og aðgerðir.
Á fundi félagsmálaráðs 4. nóvember var lögð fram könnun
útideildarinnar, sem beindist einkum að því að fá yfirlit yfir
fjölda unglinga í miðbænum tiltekiö föstudagskvöld, aldur
þeirra, búsetu og hvernig þeir færu heim. Einnig hvort þeir
myndu nota strætisvagna, ef þeir gengju fram yfir miðnætti
um helgar.
Helstu niðurstöður könnunarinnar eru að umrætt kvöld
voru um 12—1400 unglingar í miðbænum þegar flest var.
GÖMUL FÖT
Á GÓÐU VERÐI
Langflestir voru á aldrinum 15—16 ára. Áberandi er að fjöl-
mennasti aldurshópurinn er 15 ára stelpur og að stelpur eru
fjölmennari í yngri aldurshópum, strákar hins vegar í eldri
hópnum. Um helmingur krakkanna var úr Reykjavík en hinn
helmingurinn úr nágrannasveitarfélögunum.
Flestir krakkanna segjast fara heim í leigubílum (38%),
næststærsti kveðst taka strætó (27%). Átta af hundraði segj-
ast ferðast á puttanum og í þeim hópi eru stelpur í meirihluta
og flestar á aldrinum 13—16 ára.
Þeir sem eftir eru segjast ýmist fara í eigin bíl, fá far með
kunningjum eða labba heim.
Tæplega 90% sögðusl mundu taka strætó ef hann væri í
ferðum til kl. 3.
Könnunin sem slík segir okkur ekkert um það, hvort stelp-
um sé nauðgað þegar þær ,,húkka“ sér far á nóttunni. Hins
vegar hefur sú umræða, sem hefur nú skapast um það mál,
Ieitt til þess að fleiri stelpur segja frá sinni reynslu í þessu efni.
Það virðist liggja alveg ljóst fyrir að það gerist.
Starfsfólk útideildar hel'ur nú lagt fram tillögur um hvernig
mæta skuli þessum vanda. Þær felast einkum í því að komið
verði á næturferðum strætisvagna um helgar og að hafin verði
samvinna við sveitarfélögin um sams konar þjónustu á þeirra
vegum.
Jafnframt er lagt til, að starfsmenn Útideildar haldi áfram
að ræða þessi mál viö unglingana og aðstoði þá viö að leita
réttar síns. Rétt er að geta þess að unglingsstúlkur hafa ekki
snúið sér til lögreglu með kærureða umkvartanir. Bendirþað
til þess að lögreglan þurfi að gera sér far um að vinna traust
unglinganna fram yfir það sem nú er.
Loks er stungið upp á því að leitað verði eftir samstarfi við
nágrannasveitarfélögin um að þau gerist aðilar að kostnaði
við Útideild, en slík samvinna mundi verða til þess að efla
starf deildarinnar.
Félagsmálaráð hefur ekki tekið afstöðu til þessara tillagna
þegar þetta er skrifað.
SVARTI TÚLIPANINN
VESTURGÖTU 5, REYKJAVÍK
Við teljum að hœgt hefði verið að koma með tillögur á borð
við þessar strax og málinu var hreyft ífélagsmálaráði. I’aó þarf
ekki mikið hugmyndaflug til að segja sér að strœtó-ferðir fram
eftir nóttu um helgar fœkka þeim sem þurfa að fara á puttun-
um heim. Slík tillaga ersjálfsögð. Sama má segja um tillöguna,
sem lýtur að því að starfsmenn Útideildar ræði þessi mál við
krakkana og gerist málsvarar þeirra. Það er jú Iþeirra verka-
hring. Sjálfsagt er einnig að nágrannasveitarfélögin bregðist
við þessum vanda. Allt hefði þetta þess vegna getað verið
komið í gang núna.
Ráðstafanir gegn því að nauðganir og annað ofbeldi gegn
konum eigi sér stað þola enga bið. Pessi mál leysast ekki
hversu oft sem fundað er um þau eða þau könnuð í bak og
fyrir. Pað verður að bregðast við með öllum tiltœkum ráiðum.
Nuuðganir og ofbeldi eru ekki persónuleg vandamál þeirra,
sem fyrir þeim verða. Pað eru mál sem koma okkur öllum við
og sem við erum samábyrg í að leysa. Nú er mál að ráð
borgarinnar fari að láta til sín taka.
GJ/Ms