Vera - 01.11.1982, Síða 18
„En nei, það þótti ekki
ástæða til að samþykkja
aukið öryggi barna í
Grjótaþorpi...“
„Borgarstjóra fannst t.d.
alveg óþolandi að tala
um börn eða skíðalyftur,
börn eða bíla ...“
„Búast hefði mátt við
því að flokksbundnar
konur í borgarstjóm
teldu hér um að ræða
hagsmunamál kvenna og
barna sérstaklega“
nefndar send borgarráði. Karlarnir fjórir felldu tillögu um-
ferðarnefndar um að flutningur leikvallarins yrði leyfður.
Þeir báru við kostnaði. Guðrún Jónsdóttir, fulltrúi Kvenna-
framboðsins í borgarráði greiddi atkvæði með. Þegar ágrein-
ingur verður í borgarráði fara mál fyrir borgarstjórn. Guðrún
Jónsdóttir hélt málinu til streitu þar, flutti aukatillögu þess
efnis að íbúum Grjótaþorps yrði boðin samvinna við flutn-
inginn, tillögu sem hún flutti raunar líka þegar málið var rætt í
borgarráði. En nei, það þótti ekki ástæða til að samþykkja
aukið öryggi barna í Grjótaþorpi — hvorki í borgarstjórn né
borgarráði.
/ HVAÐA BIÐRÖÐ ERT PÚ?
Þá kemur að þriðja málinu sem borgarstjórn fjallaði um þ.
19. október. Um var að ræða beiðni frá Bláfjallanefnd þess
efnis að útboð yrði gert í nýja skíðalyftu á næsta fjárhagsári.
Þegar þessi beiðni kom fyrir borgarráð, samþykktu allir karl-
ar samhljóða að sjálfsagt væri að játa þessari beiðni. Guðrún
Jónsdóttir greiddi atkvæði á móti. Taldi eðlilegt að þessi
fjárbeiðni fengi samskonar umfjöllun og önnur mál, þ. e. að
það verði athugað þegar fjallað verður um fjárhagsáætlun
borgarinnar. Skíðalyftubeiðnin fór þar með fyrir borgar-
stjórn. Þar var tillaga frá Kvennaframboðinu þess efnis að
beiðninni yrði sinnt við gerð fjárhagsætlunar, felld. Þar með
var í raun verið að samþykkja forgangsröð fjárveitinga fyrir
næsta ár. Þess má geta, að kostnaður við skíðalyftuna er
áætlaður rúmlega 6 milljónir króna. Til samanburðar er vert
að hafa í huga að hlutur Reykjavíkurborgar í rekstrarkostn-
aði leikskóla er rúmlega 7 milljónir króna.
Beiðni Bláfjallanefndar var rökstudd með því, að um helg-
ar væru langar biðraðir við skíðalyftur. Kvennaframboðið
benti hins vegar á að langar biðraðir væru við dagvistarheim-
ili borgarinnar, raunar svo langir að nú mun í ráði að nota
tölvur til að vinna úr þeim! Einníg má geta þess, að um 1100
fjölskyldur og einstaklingar eru á skrá og bíða eftir leiguhús-
næði hjá borginni.
VÉL ER NAUÐSYN, BÖRNIN BAGGI
ur um samráð við íbúa um ýmis mál. Fyrir slíku er ekki
meirihluti í borgarstjórn. Þegar hins vegar er um að ræða
kaup á vélum og tækjum eða heimildir til að byggja skrif-
stofuhúsnæði, þá flýgur slíkt viðstöðulaust í gegn um ráð og
nefndir, þvert á flokkslínurnar. Hér er ekki úr vegi að segja
að lokum frá því hvernig atkvæði féllu um þessi þrjú mál.
Tillaga okkar varðandi saumastofu Hagkaupa fékk at-
kvæði minnihlutaflokkanna, okkar og einnar konu úr Sjálf-
stæðisflokki, Margrétar Einarsdóttur.
Tillagan um samvinnu við íbúa Grjótaþorpsins við flutning
leikvallarins fékk öll atkvæði minnihlutans en ekkert úr
meirihluta. Sú atkvæðagreiðsla var ekki síst athyglisverð fyrir
það, að í meirihluta Sjálfstæðisflokksins er fulltrúi flokksins í
umferðarnefnd, en umferðarnefnd haföi samhljóða samþykkt
flutning leikvallarins. Þessi fulltrúi greiddi þó hiklaust at-
kvæði í borgarstjórn gegn samþykkt sinnar eigin nefndar!
Tillagan um skíðalyfturnar fékk aðeins 5 atkvæði, fjögur
atkvæði kvenna (Kvennaframboðsins, Öddu Báru Sigfús-
dóttur, Gerðar Steinþórsdóttur) og eitt frá karli, (Sigurður
Harðarson).
Úrslit þessara mála valda vonbrigðum. Það veldur von-
brigðum að borgarstjórn skuli samþykkja óhæfan vinnustað,
að borgarstjórn skuli ekki telja sér fært að leggja út í kostnað
til að tryggja öryggi borgarbarna og það veldur vonbrigðum
að borgarstjórn telji það mikilvægara að byggja skíðalyftu en
að byggja dagvistunarstofnanir. Síðast en ekki síst veldur það
vonbrigðum að flokksbundnar konur í borgarstjórn skuli
tileinka sér harðneskjuleg sjónarmið karlanna. Búast hefði
mátt við því að þær teldu hér um að ræða hagsmunamál
kvenna og barna þó sérstaklega. En raunin varð sú, að
flokksböndin urðu yfirsterkari hjá mörgum kvennanna og er
það miður.
1 GJ/Ms
Það bar sem sagt að sama brunni. Kvennaframboðið hefur
flutt tillögur sem miða að því að fjármunum borgarinnar
verði varið til lausnar á félagslegum vandamálum. Eða tillög-
Áœtlaður kostnaður við nýju skíðalyftuna er 6 milljónir.
Hlutur borgarinnar í rekstrarkostnaði leikskóla er 7 milljón-
ir.
5*
Umræðan í borgarstjórn um þetta var næsta fróðleg. For-
ystukarlar flokkanna komu í pontu og töluðu sig kafrjóða um
hve ljúft væri að sjá reykvískar fjölskyldur saman á skíðum —
hvað skíðaiðkunin hefði mikið gildi sem félagslega fyrir-
byggjandi aðgerð, hún stuðlaði að því að fjölskyldur samein-
uðust. Einn karlanna gekk svo langt að sjá lausn á barnagæslu
og dagvistunarvanda í skíðalandinu! Þetta var aldeilis upp-
lýsandi umræða vegna þess hve berlega hún sýndi hvaða
máiaflokkar eru karlpeningnum hugstæðastir.
Allir túlkuðu þeir málstað Kvennaframboðsins á þann veg
að við værum að fjandskapast út í skíðaíþróttina sem slíka.
Enginn skildi að við vorum einfaldlega að benda á að með því
að heimila útboð í lyftu væri verið að veita þessu máli forgang
fram yfir öll önnur brýnni málefni, sem krefjast úrlausnar.
Allir átöldu þeir Kvennaframboðið fyrir að vera stöðugt að
draga leiðindamál eins og húsnæðis- og dagvistarmál inn í
umræðuna. Borgarstjóra (borgarstjóra allra Reykvíkinga)
fannst það t. d. alveg óþolandi að tala um börn eða skíðalyft-
ur, börn eða bíla. Honum var fyrirmunað að skilja að rétt væri
að setja þetta fram sem andstæður þegar ákveðið er hvor
málaflokkurinn færfjárveitingar, þ. e. hvorskipti meira máli.